Senior developer / Reyndur forritari

Motus ehf 8. Mar 2021 Fullt starf

Við hjá Motus leitum að öflugum forritara með töluverða reynslu af hugbúnaðarþróun á sviði fjártækni.

Starfið hentar þeim sem hefur brennandi áhuga á hugbúnaðargerð og leggur áherslu á vönduð vinnubrögð og notkun á nýjustu tækni.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Starfa með teymi fjölbreyttra sérfræðinga í vöruþróun við uppbyggingu á fyrsta flokks vörum og lausnum þ.m.t. Pei, Faktoría og öðrum fjártæknivörum Motus

• Hugbúnaðargerð á fjártæknihugbúnaði í teymi öflugra hugbúnaðarsérfræðinga

• Taka þátt í að bæta verklag teymisins með það fyrir sjónum að auka afköst og minnka handavinnu

Menntunar- og hæfniskröfur

• B.Sc. eða M.Sc. í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða sambærilegu námi

• Að lágmarki 5 ára starfsreynsla

• Framúrskarandi færni við hönnun og þróun á hugbúnaði

• Reynsla af hönnun, smíði og notkun á REST vefþjónustum

• Þekking á C#, SQL, Asp.Net, AngularJS, React, OAuth2 og OpenId

• Reynsla af DevOps ferlum og CI/CD tólum er kostur, t.d. með Git, Octopus, Docker og Kubernetes

• Reynsla af aðferðum á sjálfvirkum prófunum (QA) er kostur

• Reynsla af logging tækni er kostur, t.d. ELK stack

• Reynsla af teymisvinnu með Agile aðferðum

• Árangursþörf og metnaður til að skrifa góðan hugbúnað

• Skipulögð og vönduð vinnubrögð, bæði sjálfstætt og í hópi

• Eldmóður og frumkvæði ásamt ekki gera ekki neitt hugarfari.

EKKI GERA EKKI NEITT er grundvöllur fyrirtækjamenningar Motus, en innri gildi starfsmanna eru hjálpsemi, frumkvæði, jákvæðni, vinnusemi og umburðarlyndi. Í boði er skemmtilegt umhverfi, metnaðarfullir samstarfsmenn, afburða upplýsingakerfi og öflugt fyrirtæki.

Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg D. Hjaltadóttir mannauðsstjóri Motus (sibba@motus.is). Vinsamlegast sækið um á heimasíðu okkar www.motus.is. Ráðið verður í starfið sem fyrst.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur