SAP sérfræðingur

Íslandsbanki 15. Apr 2020 Fullt starf

Við hugbúnaðarþróun hjá Íslandsbanka starfar samhentur hópur sérfræðinga í vöruþróunarteymum sem mynduð eru úr hugbúnaðarsérfræðingum ásamt sérfræðingum úr öðrum einingum bankans. Unnið er eftir viðurkenndri aðferðafræði við hugbúnaðarþróun. Við myndum sterka liðsheild sem tekst á við krefjandi áskoranir og vinnum þétt með hagsmunaaðilum okkar innan sem utan bankans. Við leitum að metnaðarfullum og faglegum sérfræðingi til að slást í hópinn og takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni.

Leitað er að jákvæðum og öflugum SAP sérfræðingi til að vinna í framþróun og viðhaldi á þeim lausnum sem hafa verið innleiddar í bankanum síðan 2004. Íslandsbanki hefur þar byggt upp sértækar lausnir við hlið staðlaðs hugbúnaðar SAP. Á næstunni stefnir Íslandsbanki að því að uppfæra SAP í S4/Hana og viðkomandi þarf að hafa þekkingu og getu til að aðstoða bankann á þeirri vegferð.

Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf í spennandi starfsumhverfi.

Helstu verkefni:

• Undirbúningur að S4/Hana uppfærslu • SAP ráðgjöf • ABAP forritun • Þjálfun og ráðgjöf við ABAP forritara • Þátttaka í teymisvinnu og á teymisfundum • Önnur verkefni eftir samkomulagi

Hæfniskröfur:

• Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða tengdum greinum • Áralöng reynsla í SAP lausnum • Þróun SAP lausna í ABAP • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og drifkraftur • Skipulögð og öguð vinnubrögð

Nánari upplýsingar um starfið veitir Rósa María Ásgeirsdóttir forstöðumaður Upplýsingastýringar og fjármálalausna, 844-4371, rosa.asgeirsdottir@islandsbanki.is og Sigrún Ólafsdóttir á mannauðssviði 844-4172, sigrun.olafs@islandsbanki.is.

Hjá Íslandsbanka starfa um 800 manns með ástríðu fyrir árangri. Við vinnum saman að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Starfsfólk Íslandsbanka leggur sig alltaf fram við að veita bestu bankaþjónustuna.

Íslandsbanki hefur staðist jafnlaunavottun og hlotið Jafnlaunamerki Velferðaráðuneytis.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir óskast fylltar út á islandsbanki.is og sendar ásamt ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2020.