Samþættingar (webMethods)

Íslandsbanki 1. Mar 2019 Fullt starf

Hugbúnaðardeild Íslandsbanka leitar að jákvæðum og öflugum sérfræðingi í forritun á sviði webMethods samþættingar. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf í spennandi starfsumhverfi.

Íslandsbanki er langt kominn í umbreytingarferli með upplýsingakerfi sín. Verið er að einfalda innviðina, þjónustuvæða öll kerfi og gera bankann betur í stakk búinn til að takast á við verkefni framtíðarinnar.

Helstu verkefni:

 • Þróun og innleiðing samþættingarlausna bankans í webMethods
 • Þekking og viðhald á núverandi samþættingarlausnum bankans, aðallega við SAP bókhalds- og viðskiptamannakerfi
 • Aðkoma að greiningu og hönnun
 • Þátttakandi í teymi sérfræðinga sem bera ábyrgð á upplýsingarkerfum bankans
 • Önnur verkefni eftir samkomulagi

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða tengdum greinum
 • Þekking og reynsla á webMethods er æskileg en ekki skilyrði, en viljinn til að sérhæfa sig á því sviði og þróa með sér sérhæfða þekkingu í webMethods er skilyrði
 • Þekking og reynsla af SAP forritun er kostur
 • Þekking og reynsla af Agile aðferðafræði er kostur
 • Frumkvæði og drifkraftur
 • Skipulögð og öguð vinnubrögð

Nánari upplýsingar veitir Kristrún Lilja Júlíusdóttir, viðskiptastjóri Hugbúnaðar, kristrun.juliusdottir@islandsbanki.is sími 440 2882 Á Mannauðssviði veitir Sigrún Ólafsdóttir nánari upplýsingar, sími 440 4172, netfang: sigrun.olafs@islandsbanki.is.

Við bjóðum góða þjónustu. Hjá Íslandsbanka starfa um 850 starfsmenn. Við leitum að starfsfólki sem er jákvætt, faglegt og framsýnt og leitar ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini bankans.

Framtíðarsýn Íslandsbanka er að vera númer eitt í þjónustu.

Íslandsbanki hefur hlotið Jafnlaunavottun ÍST85


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar ásamt ítarlegri ferilskrá fyrir 13. mars.