Reyndur hugbúnaðarsérfræðingur (e. Senior Developer)

Wise 8. Jun 2022 Fullt starf

Við leitum að öflugum forriturum með reynslu af Microsoft Dynamics 365 Business Central (áður NAV) til að vinna með hópi sérfræðinga við þróun á sérlausnum Wise og í hugbúnaðarverkefnum fyrir stærri viðskiptavini. Með auknum umsvifum eru mörg spennandi verkefni framundan í vöruþróun og stafrænni vegferð með okkar stærstu viðskiptavinum bæði hér heima og erlendis.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða tengdum greinum.
  • Þriggja ára reynsla af hugbúnaðarþróun í Microsoft Dynamics Business Central (NAV).
  • Skipulögð vinnubrögð og áhugi á að tileinka sér nýja tækni.
  • Reynsla af Azure DevOps og PowerPlatform er kostur.
  • Þekking á Agile aðferðafræði er kostur

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Wise leitar að reyndum hugbúnaðarsérfræðingi í fjölbreytt verkefni.