Reyndur Full stack Forritari

Sendiradid 6. May 2022 Fullt starf

Spennandi og fjölbreytt starf

Við hjá Sendiráðinu leggjum áherslu á skemmtilegt og vandað vinnuumhverfi þar sem sköpunargáfa fær að blómstra og endurspeglar þau gæði sem við höfum uppá að bjóða.

Erum við að leita af þér?

 • Ertu jákvæður, metnaðarfullur, lausnamiðaður einstaklingur og átt auðvelt með samskipti?

 • Telur þú að gæði kóða skuli vera höfð í fyrirrúmi?

 • Hefur þú sjálfstæða og skapandi hugsun?

 • Brennur þú fyrir hugbúnaðarþróun?

 • Nýtur þú þess að vinna að flóknum verkefnum í þverfaglegu teymi einstaklinga?

Hæfniskröfur

 • 5 ára reynsla af hugbúnaðarþróun

 • Reynsla af NestJS, React, Typescript eða sambærileg tækni

 • Menntun á sviði tölvunarfræði/verkfræði er kostur en ekki krafa

 • Reynsla af teymisvinnu

 • Góð færni í að miðla upplýsingum og gagnrýni á uppbyggilegan hátt

Kostur ef viðkomandi hefur reynslu á eftirfarandi:

 • GraphQL

 • AWS (App Runner, EKS, EC2, Lambda, Cloudfront, RDS)

 • Elastic Search

 • Docker/Kubernetes

 • CI/CD tólum

 • Infrastructure as code (Terraform)

 • Headless CMS lausnum

 • E2E test tólum t.d. Cypress

Sendiráðið vinnur að verkefnum fyrir fjölda stofnana og fyrirtæki þar sem við veitum ráðgjöf, hönnum og þróum stafrænar lausnir.

Við viljum bæta í hópinn hjá okkur reyndum, metnaðarfullum og skemmtilegum forritara sem hefur áhuga á að vinna í vaxandi fyrirtæki í nútímalegum tæknistakk.

Umsækjendur þurfa að vera vel kunnug nýjustu tækni og með að minnsta kosti 5 ára reynslu.

Það sem við bjóðum upp á:

 • Fjölbreytt verkefni í nútímalegum tæknistakk

 • Fjölskylduvænt fyrirtæki með sveigjanlegri viðveru og möguleika á fjarvinnu.

 • Tækifæri til að vinna í teymi með skemmtilegu og hæfileikaríku fólki í frábæru starfsumhverfi

 • Vaxandi fyrirtæki þar sem allir hafa rödd

 • Val um niðurgreiddan hádegismat í úrvals mötuneyti eða Maul.

 • Gott kaffi og fullur ísskápur af allskonar veitingum.

 • Tölvubúnaður að eigin vali

 • Styttingu vinnuvikunnar

 • Samkeppnishæf laun

 • Verkefnamiðað verkskipulag


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sendu okkur umsókn og ferilskrá á hallo@sendiradid.is ef þú telur þig vera réttu manneskjuna í starfið. Hlökkum til að heyra frá þér.