Reyndur forritari

Vista Data Vision 5. Mar 2021 Fullt starf

Vista Data Vision leitar að forritara til þess að slást í öflugan hóp sem brennur fyrir það að sjá hugbúnaðinn okkar vaxa og festa sig enn frekar í sessi.

Við erum leiðandi í þróun og útgáfu á hugbúnaði sem sérhæfir sig í framsetningu á rauntíma mæligögnum (e. Data Visualization). Hvort sem um er að ræða stærstu vatnsaflsstíflu Víetnam, HM-grasið í Katar, Grand París Metro eða IoT Smart City verkefni, þá veitum við viðskipavinum okkar einstaka innsýn inn í þeirra fjölbreyttu verkefnin.

Við bjóðum þér:

 • Dýnamískt vinnuumhverfi þar sem þú hefur bein áhrif á stöðuga hugbúnaðarþróun og framfarir.
 • Mikil og góð samskipti við notendur okkar til þess að ná árangri í starfi.
 • Mikilvægt hlutverk í drífandi hópi sem brennur fyrir það að sjá hugbúnaðinn okkar vaxa og festa sig enn frekar í sessi.
 • Spennandi tækifæri á því að taka þátt í að uppfæra okkar tæknistakk.
 • Fjölskylduvænan og fjölbreyttan vinnustað.

Þú býrð yfir:

 • Fyrst og fremst metnaði og áhuga á nýjungum í vefforritun.
 • Amk. 3 ára starfsreynslu.
 • BSc. í tölvunarfræði eða sambærilegri háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Mjög góðri þekking og reynslu af forritun á öllum lögum (e. full stack).
 • Miklu frumkvæði og sjálfstæðum vinnubrögðum.
 • Vilja og færni til þess að leiða krefjandi verkefni.
 • Mjög góðri enskukunnáttu.
 • Þekking á Python, PHP, Node.js, SQL, RabbitMQ, CI/CD, REST API kostur.

Hugbúnaðurinn VDV er notaður í 6 heimsálfum og í mörgum af stærstu innviðaframkvæmdum heims. Við erum þéttur hópur með það að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu og notendaviðmót. Meðal viðskiptavina okkar má nefna Exxon Mobile, EPRI og Environment Agency Abu Dhabi.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Upplýsingar fyrir umsækjendur Senda skal umsóknir og ferilskrá á andres.andresson@vistadatavision.com.

Umsóknarfrestur er til og með 19. mars.