Reyndur forritari – Lead programmer

Skákgreind ehf 7. May 2020 Fullt starf

Sumarstarf – framtíðarstarf

Skákgreind ehf leitar að öflugum forritara, sem á auðvelt með að vinna sjálfstætt og taka frumkvæði í hugbúnaðarvinnu.
Starfið snýst um þróun fjórðu kynslóðar kennsluhugbúnaðar, sem nýtir gervigreind til einstaklingsbundinnar kennslu, með það að markmiði að gera upplifun notenda sem ánægjulegasta.

Hugbúnaðurinn er þróaður eftir agile aðferðafræði í öflugu samstarfi við innlenda aðila, sem veita endurgjöf og taka þátt í notendaprófunum.
Um er að ræða sumarstarf, með möguleika á áframhaldandi starfi.

Kostir/Tækifæri

  • Vinna við hönnun nýs hugbúnaðarkerfis, yfirforritarastaða hugbúnaðarþróunar eða vefhluta (lead/senior programmer)
  • Samstarf og aðgangur að sérfræðingum á sviði gervigreindar – við erum vel sett með gervigreindarhlutann, aðkoma að honum möguleg ef áhugi er fyrir hendi.
  • Tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á líf notenda um allt land og gera upplifun þeirra af fræðslu ánægjulega.

Hæfniskröfur:

  • Vönduð vinnubrögð með áherslu á skalanlegan kóða
  • Áreiðanleiki og drifkraftur
  • 2+ ára reynsla af forritun
  • Reynsla af kerfishönnun
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Þekking á agile aðferðarfræði

Gott að kunna:

  • Reynsla af hönnun hugbúnaðarkerfa og að vera lead programmer
  • Reynsla og vilji til að vinna við full stack hugbúnaðarþróun
  • Áhugi og þekking á gervigreind með áherslu á djúp tauganet (e. deep learning)
  • Reynsla af .NET Core/C#
  • Reynsla af RESTful API bakenda forritun
  • Reynsla af skýjalausnum

Helstu verkefni:

  • Forritun á kennsluveflausn Skákgreindar. Við erum að fara að stað með að þróa nýja lausn.
  • Vinna úr upplýsingum og endurgjöf úr notendaprófunum.
  • Taka þátt í hugmyndavinnu og áframhaldandi þróun með samstarfsaðilum.
  • Ef áhugi er fyrir hendi, þátttaka í þróun á gervigreindarhluta lausnarinnar, djúp tauganet.

Um okkur:

Skákgreind ehf. er framsækið 3 ára Sprotafyrirtæki. Við höfum stuðning Rannís og annarra aðila til að þróa lausn, sem er sérstaklega aðgengileg notendum.
Í rannsóknarhlutanum leggjum við áherslu á þverfaglega nálgun. Við erum með mörg öflugustu fyrirtæki landsins ásamt skólum um allt land sem samstarfsaðila.
Við erum með öflugt fólk, sem hefur ástríðu og metnað fyrir því að skila af sér vel forrituðum og skjöluðum kóða sem auðvelt er að viðhalda og bæta við.
Við leggjum áherslu á jákvætt vinnuandrúmsloft og lausnamiðað hugarfar.

Geymið auglýsinguna – vegna aukinna verkefna munum við vilja bæta við okkur mannskap eftir sumarið.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Vinsamlegast sendið ferilskrá til hedinns@ru.is. Umsóknarfrestur er til og með 18. maí.

Hægt er að hafa samband síðar, því við munum bæta við okkur mannskap seinni part sumarsins.

Við höfum mestan áhuga á að ráða í fullt starf, en hlutastarf, sem færist yfir í fullt starf kemur líka til greina.