Reyndur bakendaforritari

Vettvangur 9. Feb 2021 Fullt starf

Við hjá Vettvangi leitum að afburða bakendaforritara til að taka þátt í og leiða vinnu við þróun á mörgum af mest spennandi veflausnum landsins.

Forritarinn sem við stefnum að því að ráða býr yfir:

  • Góðri þekkingu á .NET
  • Góðri þekkingu á vinnu í gagnagrunnum
  • Góðri skipulagsfærni.
  • Góðri reynslu af þróun, útgáfum og ítrunum á vörum

Reynsla af eftirfarandi Microsoft lausnum er kostur:

  • Azure
  • DevOps
  • Dynamics

Þú skrifar fallegan og vel frágenginn kóða, vinnur vel í hóp og átt auðvelt með samskipti. Þú hugsar í lausnum og ert alltaf til í að deila þekkingu. Þú býrð yfir ríkri starfsreynslu og ekki skemmir fyrir ef þú hefur lokið gráðu í þínum fræðum.

Vinnustaðurinn er hlýr og heimilislegur en hjá okkur starfa 16 hæfileikaríkir hönnuðir og forritarar. Fyrir þína þjónustu bjóðum við góð laun og fríðindi, gott starfsumhverfi og tækifæri til að skara fram úr. Enn fremur styrkjum við okkar fólk í að sækja ráðstefnur og viðburði, hérlendis og erlendis.

Við vinnum samhliða mörgum af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Meðal þeirra eru t.d. Dominos, Lyfja, Innnes, Eimskipafélagið, Sjóvá o.fl.

Fyllsta trúnaðar verður gætt við úrvinnslu umsókna.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Ferilskrá ásamt dæmum um verkefni skal skilað á vettvangur@vettvangur.is fyrir mánudaginn 22. febrúar næstkomandi.

Öllum umsóknum verður svarað og völdum einstaklingum boðið að koma í viðtal.