Rekstrarstjóri upplýsingatækni

Sjóvá 1. Feb 2019 Fullt starf

Við leitum að öfl­ugum ein­stak­lingi til að vinna með okkur að hag­kvæmum og ör­uggum rekstri upp­lýs­inga­tækni­kerfa. Rekstr­ar­stjóri er um­sjón­armaður með út­vistun tækni­innviða og sinnir eft­ir­liti með samn­ingum við hýs­ing­araðila. Starfið heyrir undir for­stöðumann upp­lýs­inga­tækni­sviðs.

Við leitum að ein­stak­lingi með:

 • háskólapróf í verkfræði, tölvunarfræði, viðskiptafræði eða tengdum greinum
 • mikla þekkingu og reynslu af kerfisrekstri í upplýsingatækni
 • þekkingu á ISO 27001 upplýsingaöryggis-staðli
 • reynslu af innleiðingu og viðhaldi á öryggismálum í upplýsingatækni
 • þekkingu og reynslu af verkefna-, öryggis- og/eða gæðastýringu
 • þekkingu og reynslu af Microsoft samninga og leyfismálum
 • kostnaðarvitund og mikla færni í samningatækni
 • getu til að vinna sjálfstætt, framúrskarandi samskiptahæfileika og hæfni til að vinna í teymi
 • skapandi hugsun og hæfni til að koma hugmyndum sínum á framfæri

Starfið felur meðal ann­ars í sér:

 • umsjón með samskiptum við hýsingaraðila og birgja
 • vöktun á upplýsingakerfum og mælikvörðum sem snúa að rekstri upplýsingakerfa
 • greiningu á dagbókum og viðbrögð við villum
 • verkefnastjórn tengd upplýsingaöryggismálum í samstarfi við hýsingaraðila
 • stjórnun viðbragða við rekstraratburðum og öryggisatburðum
 • upplýsingagjöf til stjórnenda og starfsfólks varðandi upplýsingaöryggismál

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nán­ari upp­lýs­ingar veitir Birna Íris Jóns­dóttir, for­stöðumaður upp­lýs­inga­tækni­sviðs, birna.jonsdottir@sjova.is. Um­sókn­ar­frestur er til og með 3. febrúar nk