Rekstrargreindarsérfræðingur

Activity Stream 25. Sep 2018 Fullt starf

Activity Stream leitar að reynslumiklum sérfræðingi á sviðum rekstrargreindar og gagnagreiningar.

Æskileg þekking og reynsla:

 • MSc. gráða í tölvunarfræði eða á tengdu sviði
 • Afburða forritunargeta í Java og Python
 • Haldgóð þekking á gagnavísindum og vélrænu gagnanámi (e. machine learning)
 • Gagnagrunnsforritun, sér í lagi með neta (e. graph) og dálka-miðuðum (e. column-store) grunnum.
 • Samstæðustjórnun með Git
 • Rauntímagreining á streymandi gögnum
 • Tensorflow
 • Apache Spark

Starfið mun felast í að:

 • Búa til og viðhalda gagnagreiningum sem aðstoða viðskiptavini okkar í að bæta rekstur sinn og bjóða upp á framúrskarandi þjónustu.
 • Að vinna náið með öðrum sérfræðingum til að tryggja að útkoman sé nytsamleg, gagnleg og tímabær.
 • Að byggja upp og viðhalda þeim innviðum sem rekstrargreindin byggir á.

Activity Stream er örtvaxandi og fullfjármagnað nýsköpunarfyrirtæki með starfsemi á Íslandi, Serbíu og í Danmörku. Viðskiptavinir þess eru leiðandi á sínu sviði, beggja vegna Atlantshafsins. Hjá fyrirtækinu starfar margreyndur hópi sérfræðinga á sviði hugbúnaðargerðar, rekstrargreindar, gervigreindar, kerfisrekstrar, sölu og þjónustu.

Frekari upplýsingar veitir tæknistjóri Activity Stream, Helgi Páll Helgason, (helgi@activitystream.com).


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir skulu sendast til jobs@activitystream.com.