Rekstrar- og öryggisstjóri hjá Stafrænu Íslandi

Stafrænt Ísland 7. Jan 2022 Fullt starf

Fjármála og efnahagsráðuneytið leitar að sérfræðingi í upplýsingatæknirekstri og öryggismálum til að leiða rekstur, þróun og uppbyggingu tækniumhverfis sameiginlegra innviða stafrænnar opinberrar þjónustu.

Rekstrar og öryggisstjóri hefur yfirumsjón með tæknilegu rekstrar- og þróunar umhverfi Stafræns Íslands og ber ábyrgð á öryggis- og gæðamálum.

Stafrænt Ísland er starfseining innan fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Hlutverk hennar er að vinna með ráðuneytum, stofnunum og öðrum opinberum aðilum að því að efla stafræna þjónustu við almenning og tryggja þannig skýr, einföld og hraðvirk samskipti. Stærsta verkefni Stafræns Íslands er þróun þjónustugáttarinnar Ísland.is.

Leitað er að drífandi einstaklingi sem á auðvelt með að fá fólk í lið með sér og ná fram því besta í öðrum.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið

  • Umsjón með rekstrar- og þróunarumhverfum Ísland.is í AWS, Azure o.fl.
  • Innleiðing á öryggisferlum og gæðaeftirliti.
  • Ábyrgð á daglegum rekstri þróunarumhverfis og viðbrögð við atvikum.
  • Samskipti og samningagerð við birgja og þátttaka í gerð útboða.
  • Greiningarvinna í rekstri, notendarannsóknir og þarfagreiningar.
  • Forgangsröðun verkefna, mótun-og eftirfylgni verkáætlana.

Menntunar og hæfnikröfur

  • Menntun eða starfsreynsla á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða tengdum greinum sem nýtist vel til úrlausnar ofangreindra verkefna
  • Marktæk reynsla af stjórnun, rekstri og þróun upplýsingatæknikerfa
  • Þekking á löggjöf og stöðlum varðandi öryggi- net og upplýsingakerfa og reynsla af innleiðingu og rekstri
  • Góð skipulagshæfni, öguð og sjálfstæð vinnubrögð og rík öryggisvitund
  • Metnaður til að ná árangri, vilji til breytinga og geta til að leiða framfarir
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
  • Mikil færni í mannlegum samskiptum, jákvætt hugarfar, þjónustulundog frumkvæði
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti er skilyrði

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfið er tímabundið til tveggja ára.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Um fullt starf er að ræða. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. gildandi reglur um auglýsingar lausra starfa.

Umsóknarfrestur er til og með 18. janúar nk.

Nánari upplýsingar veitir Andri Heiðar Kristinsson(andri.kristinsson@fjr.is) og Ragnheiður Valdimarsdóttir í fjármála-og efnahagsráðuneytinu (ragnheidur.valdimarsdottir@fjr.is)