Ráðgjafi – Microsoft Dynamics 365 for Customer Engagement/CRM

Annata 12. Aug 2018 Fullt starf

Við leitum að skapandi og kraftmiklum einstaklingum til að vinna með viðskiptavinum okkar hér á landi og erlendis í framsæknum og spennandi verkefnum með áherslu á bestun sölu-, þjónustu- og markaðsferla. Verkefnin felast í ferlagreiningu, aðlögunum og þjálfun notenda. Haldgóð reynsla af notkun eða innleiðingu viðskiptahugbúnaðar er skilyrði.

Starfssvið

• Greining og skjölun á þörfum og ferlum viðskiptavina

• Náin vinna með viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum

• Þekkingaröflun og ráðleggingar varðandi útfærslur og lausnir

• Stuðningur við stjórnendur og samstarfsfólk í notkun CRM

• Aðlaganir og stillingar á kerfum

• Kennsla og þjálfun notenda

Hæfniskröfur

• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

• Metnaður og geta til að finna bestu lausnirnar

• Hæfni í mannlegum samskiptum

• Menntun sem nýtist í starfi

• Góð enskukunnátta


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Frekari upplýsingar veitir Sigrún Kvaran (smk@annata.is), framkvæmdastjóri Annata, Íslandi. Farið er með umsóknir sem trúnaðarmál.

Umsóknir skulu berast fyrir 31. ágúst næstkomandi.