Ráðgjafi í stafrænni vöruþróun

Kolibri 23. Nov 2022 Fullt starf

Kolibri er að leita að ráðgjafa í stafrænni vöruþróun. Ráðgjafar Kolibri eru framvarðasveit okkar, taka höndum saman með viðskiptavinum og leiða samstarf á sviði stafrænnar þróunar. 🚀

Við leitum eftir:

 • Reynslu af stafrænni vöru/verkefnastýringu og/eða forystuhlutverkum í stafrænum vöruþróunarteymum.
 • Þekkingu og brennandi áhuga á lykilþáttum árangurs í stafrænni vöruþróun – nýsköpun (product discovery), hraðri og tíðri afhendingu og öflugri teymisvinnu.
 • Frumkvæði, drifkrafti og framúrskarandi samskiptafærni.
 • Hvað ert þú að fara að gera?

 • Ráðgjafar Kolibri leiða vinnu stafrænna þróunarteyma og hjálpa viðskiptavinum að ná hámarksárangri í sinni vegferð.
 • Við vinnum náið saman, bæði innan teymis og með viðskiptavininum, og sökkvum okkur inn í áskoranir viðskiptavina okkar. Þitt hlutverk er að stilla upp umgjörð þar sem slíkt samstarf verður að veruleika og skilar áþreifanlegum árangri.
 • Það sem við bjóðum:

 • Styðjandi kúltúr með opnum og heiðarlegum samskiptum sem á sér engan líka á Íslandi
 • Samstarf við framúrskarandi fagfólk á öllum sviðum
 • Mikið frjálsræði og traust
 • Frábæra vinnuaðstöðu og val um búnað
 • Staðsett í 💛 Reykjavíkur
 • Góð laun
 • Geggjuð fríðindi

 • Sækja um starf
  Upplýsingar fyrir umsækjendur

  Vinsamlega sendið umsóknir og spurningar á hiring@kolibri.is. Nánari upplýsingar veitir sveinbjorg@kolibri.is.