QA sérfræðingur
Wise leitar að hæfileikaríkum QA sérfræðingi til að ganga til liðs við öflugt vöruþróunarteymi Wise.
Í starfinu gefst tækifæri á að taka þátt í handvirkum prófunum og leiða vinnu við að byggja upp þekkingu og ferla fyrir sjálfvirkar prófanir.
Við leitum að kraftmiklum, sjálfstæðum einstaklingi sem á auðvelt með að vinna í hóp og hefur áhuga á krefjandi og fjölbreyttum verkefnum.
Helstu verkefni:
- Framkvæmda prófana á hugbúnaði félagsins
- Taka þátt í sprettum og prófa nýja hugbúnaðarvirkni áður en hún er gefin út
- Taka þátt í skjölun á handbókum og prófanalýsingum
- Önnur verkefni t.d. aðkoma að gerð myndbanda og annarra skjala
Reynsla og hæfni:
- Þekking og reynsla af handvirkum prófunum
- Þekking af sjálfvirkum prófunum
- Reynsla í forritun kostur
- Góð greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun
- Hæfni og geta til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2023
Frekari upplýsingar veitir Tinni Jóhannesson, mannauðsstjóri (tinni@wise.is)
Um Wise
Wise er ört vaxandi þekkingarfyrirtæki, sérhæft í stafrænum lausnum sem veita viðskiptavinum forskot í þeirra rekstri.
Hjá Wise starfa um 120 manns í Reykjavík og á Akureyri með áratuga reynslu og þekkingu á sviði alhliða viðskiptalausna.
Wise er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem leitast er við að auka fjölbreytileika í ráðningum. Við leggjum áherslu á hvetjandi starfsumhverfi með markvissri fræðslu og þjálfun, að starfsfólki líði vel í vinnunni og að starfsandi sé eins og best verður á kosið. Jafnframt er boðið upp á samgöngu- og íþróttastyrk til starfsmanna.
Fyrirtækið býður upp á samkeppnishæf laun og hlaut jafnlaunavottun 2021 og viðurkenningu FKA Jafnvægisvogarinnar 2022.
Sækja um starf
Wise leitar að hæfileikaríkum QA sérfræðingi til að ganga til liðs við öflugt vöruþróunarteymi Wise.