Python forritari

RÚV 10. Jan 2018 Fullt starf

RÚV leitar að öflugum Python-forritara í fullt starf. Forritarinn þarf að geta hannað og skrifað hugbúnað frá grunni til útgáfu ásamt því að taka þátt í viðbótum og breytingum á innri kerfum. Viðkomandi þarf að hafa haldgóða þekkingu á SQL og geta hannað og útfært veigamikil gagnagrunnslíkön.

STARFSSVIÐ

• Umbætur á núverandi innri kerfum. • Greining og forritun á nýjum innri kerfum. • Yfirfærsla eldri kerfa í nýjan búning. • Skrifa prófanir.

HÆFNISKRÖFUR

• Reynsla og þekking á SQL. • Víðfeðm reynsla af hönnun og forritun hugbúnaðarlausna með Python. • Haldbær þekking og reynsla af hönnun á vefþjónustum (REST API). • Þekking og reynsla af Javascript (Node), Celery/RabbitMQ, Docker/Kupernetes, .NET er kostur. • Góð samstarfshæfni og lipurð í samskiptum. • Sjálfstæð vinnubrögð og geta til að vinna undir álagi. • Æskilegt að hafa gott vald á íslensku máli eða áhuga á að læra íslensku.

Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2018. Nánari upplýsingar veitir Gísli Þórmar Snæbjörnsson, deildarstjóri hugbúnaðar, gisli.thormar.snaebjornsson@ruv.is, s: 515 3000. Umsóknum ásamt ferilskrá er skilað rafrænt á www.ruv.is/laus-storf.

RÚV starfar í almannaþágu og hefur það hlutverk að vekja, virkja og efla. Öflugt og samhent starfsfólk RÚV skoðar samfélagið með gagnrýnum hætti, segir mikilvægar sögur og þróar nýjar leiðir til miðlunar.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um starfið, óháð kyni og uppruna.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknum ásamt ferilskrá er skilað rafrænt á www.ruv.is/laus-storf.