Prófunarstjóri netöryggis

Seðlabanki Íslands 23. Jan 2023 Fullt starf

SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða sérfræðing til að leiða netöryggisprófanir í TIBER-IS teymi bankans á sviði fjármálastöðugleika. TIBER stendur fyrir Threat Intelligence-based Ethical Red-teaming og gengur út á prófanir sem líkja eftir vel skipulögðum netárásum á einstaka fjármálafyrirtæki.
Eitt meginverkefna Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu, öruggu og virku fjármálakerfi. Svið fjármálastöðugleika rannsakar og greinir áhættuþætti sem raskað gætu stöðugleika íslenska fjármálakerfisins, með það að markmiði að koma auga á veikleika sem gætu leitt til alvarlegra áfalla. TIBER teymið er hluti af deildinni yfirsýn innan fjármálastöðugleikasviðs.
Við leitum nú að einstakling með góða þekkingu á upplýsingatækni og netöryggismálum til að halda utan um prófanir á netöryggi hjá fjármálafyrirtækjum.

Helstu verkefni:

• Aðstoð við útfærslu og innleiðingu á TIBER-IS umgjörð um netárásaprófanir
• Undirbúningur, framkvæmd og eftirfylgni TIBER prófana
• Setja upp og rýna ferli fyrir prófanir
• Fylgjast með, leiðbeina og styðja við prófunarferlið í samstarfi við þátttakendur í prófunum
• Þátttaka í innlendum og alþjóðlegum vinnuhópum

Hæfniskröfur:

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærilegu
• Mjög góð þekking á upplýsingatækni, upplýsingaöryggi og netöryggismálum
• Þekking á helstu öryggisstöðlum á sviði netöryggis
• Þekking á innviðum fjármálamarkaða er kostur
• Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum
• Frumkvæði, öguð vinnubrögð, ábyrgð, sjálfstæði og metnaður í starfi
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Nánari upplýsingar um starfið veita Vigdís Ósk Helgadóttir, forstöðumaður yfirsýnar (vigdis.osk.helgadottir@sedlabanki.is) og Erla Traustadóttir, sérfræðingur á mannauðssviði (mannaudur@sedlabanki.is). Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar.
Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Sótt er um starfið á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is/storf. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Hjá Seðlabankanum starfar öflug liðsheild í metnaðarfullu og hvetjandi starfsumhverfi þar sem áhersla er lögð á sveigjanleika, fagmennsku og þekkingu.
Við ráðningar í störf hjá Seðlabanka Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun bankans og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vakin er athygli umsækjenda á því að um ráðningarferlið gilda m.a. stjórnsýslulög nr. 37/1993, upplýsingalög nr. 140/2012 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um starfið á heimasíðu Seðlabanka Íslands www.sedlabanki.is/storf