Öryggistjóri

Hagstofa Íslands 16. Aug 2023 Fullt starf

Hagstofa Íslands leitar eftir umbótasinnuðum öryggisstjóra til að leiða málefni upplýsingaöryggis og persónuverndar innan stofnunarinnar.

Helstu verkefni eru:
• ábyrgð á ISO 27001 vottuðu stjórnkerfi upplýsingaöryggis
• skipuleggja og sjá um úttektir, atvikaskráningar og eftirfylgni
• styðja við þróunar og umbótaverkefni í hagskýrslugerð
• fræða starfsfólk stofnunarinnar um upplýsingaöryggi
• yfirumsjón persónuverndarmála

Öryggisstjóri starfar í teymi gæða- og öryggismála í deild Þróunar í nýju skipuriti Hagstofunnar. Um er að ræða mikilvægt starf í dínamísku umhverfi þar sem miklar breytingar eru að eiga sér stað og tækniþróun mun setja mark sitt á.

HÆFNISKRÖFUR

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Þekking á gagnaöryggismálum (reynsla af ISO 27001 er kostur)
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og á ensku
• Mikil samskiptafærni
• Frumkvæði og sjálfstæði
• Vandvirk og skipulögð vinnubrögð
• Þekking á aðferðum gæðastjórnunar er kostur
• Þekking á persónuverndarlöggjöf er kostur
• Reynsla af fræðslustörfum og/eða kennslu er kostur
• Reynsla af framkvæmd úttekta er kostur
• Þekking á rekstri upplýsingatæknikerfa er kostur


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Um er að ræða fullt starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt. gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsóknarfrestur er til og með 4. september 2023 og skal sótt um á ráðningarvef ríkisins, www.starfatorg.is.

Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda í starfið.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út. Öll kyn eru hvött til að sækja um. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Hagstofu Íslands við ráðningar í störf.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anton Örn Karlsson, anton.o.karlsson@hagstofa.is í síma 5281000.

Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar á Íslandi. Hlutverk Hagstofunnar er að vinna hlutlægar hagskýrslur, hafa forystu um samhæfingu hagtalna, stunda rannsóknir og stuðla þannig að upplýstri umræðu og faglegum ákvörðunum. Leiðarljós starfseminnar eru þjónusta, áreiðanleiki og framsækni. Hagstofan er staðsett í lifandi umhverfi í Borgartúninu, starfsumhverfið er jákvætt, fjölskylduvænt og sveigjanlegt og við höfum öflugt starfsmannafélag. Nánari upplýsingar má finna á www.hagstofa.is.