Öryggisstjóri

Kvika er öflugur fjártæknibanki með mikla áherslu á nýsköpun og stafrænt vöruframboð. Vörumerki samstæðunnar eru meðal annars Kvika, Kvika eignastýring, TM, Lykill, Auður, Netgíró og Aur. Kvika banki leitar að öryggisstjóra á rekstrar og þróunarsviði bankans.
Helstu verkefni:
-
Ábyrgð á framkvæmd stefnu um upplýsingaöryggi
-
Ábyrgð á öryggisferlum og eftirliti með upplýsingaöryggi
-
Vinna við og viðhald á ISO 27001 vottun
-
Þátttaka í nefndum og hópum er varða upplýsingaöryggi
-
Forgangsröðun verkefna, mótun og eftirfylgni verkáætlana
-
Umsjón með þjálfun og fræðslu starfsmanna um upplýsingaöryggi
Hæfniskröfur:
-
Menntun eða starfsreynsla á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða tengdum greinum sem nýtist vel til úrlausnar ofangreindra verkefna
-
Marktæk reynsla af rekstri, stjórnun og þróun upplýsingatæknikerfa
-
Þekking á löggjöf og stöðlum varðandi öryggi net- og upplýsingakerfa og reynsla af innleiðingu og rekstri
-
Góð skipulagshæfni og öguð vinnubrögð ásamt öryggisvitund
-
Metnaður til að ná árangri, vilji til breytinga og geta til að leiða framfarir
-
Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
-
Mikil færni í mannlegum samskiptum og frumkvæði
-
Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti er skilyrði
Umsóknarfrestur er til og með 21. mars 2022
Sækja um starf
Sótt er um starfið í gegnum Alfreð