Öryggis- og gæðastjóri á upplýsingatæknisviði

Hagar 29. Apr 2022 Fullt starf

Vilt þú vera með okkur í stafrænni vegferð?

Hagar leitar að öflugum liðsfélögum til að þróa stafrænar lausnir fyrir fyrirtækið og dótturfélög. Hagar leggja sig fram við að hlusta á ólíkar þarfir viðskiptavina og gera verslun auðveldari og aðgengilegri fyrir alla landsmenn með snjallri notkun á tækni.

Framundan eru fjölbreytt og spennandi verkefni í þróun á stafrænni þjónustu fyrir viðskiptavini Haga og dótturfélög. Leitað er að aðilum í kraftmikið teymi þar sem allir fá að njóta sín við sköpun á framtíðarverslun.

Hagar er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem lögð er áherslu á samvinnu og að allir fái tækifæri til að koma hugmyndum í framkvæmd.

Öryggis- og gæðastjóri á upplýsingatæknisviði

Leitað er að drífandi öryggis- og gæðastjóra til þess að móta og framfylgja stefnu um öryggis- og gæðamál í upplýsingatækni.

Helstu verkefni:
• Mótun og innleiðing stefnu í öryggis- og gæðamálum
• Þróun verkferla og verklagsreglna í rekstri og hugbúnaðarþróun
• Stöðugar umbætur á öryggis- og gæðamálum í góðu samstarfi við hagsmunaaðila
• Ábyrgð á öryggisferlum og eftirliti með upplýsingaöryggi
• Úrvinnsla ábendinga um öryggismál
• Yfirsýn á meðhöndlun og geymslu rafrænna gagna
• Leiðbeinandi ráðgjöf í öryggismálum við samstarfsaðila innan UT, við dótturfélög og birgja
• Samskipti við hagsmunaaðila

Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af gæða- og öryggisstjórn
• Þekking á gæðastjórnunarkerfum er kostur
• Brennandi áhugi á gæðum og öryggi í UT
• Þekking og skilningur á arkitektúr í UT
• Þekking á helstu ISO stöðlum
• Góð færni í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna í teymi
• Gott vald á íslensku og ensku

Hagar hf. er leiðandi verslunarfyrirtæki á íslenskum sérvörumarkaði. Meginstarfsemi Haga er á sviði verslunar með dagvöru og eldsneyti og tengdrar starfsemi vöruhúsa. Hagar starfrækja samtals 37 matvöruverslanir undir vörumerkjum Bónus og Hagkaups, 25 Olís þjónustustöðvar, 42 ÓB-stöðvar, umfangsmikla vöruhúsastarfsemi, birgðaverslun auk verslunar með sérvöru.

Hjá Högum og dótturfélögum starfa um 2.500 manns sem hafa það að markmiði að stuðla að bættum lífskjörum viðskiptavina í gegnum framúrskarandi verslun.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur um starfið er til og með 10. maí 2022.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu og upplýsingar um árangur sem viðkomandi hefur náð og telur að nýtist í starfi.

Umsjón með starfinu hafa Hilmar G. Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is) og Garðar Ó. Ágústsson (gardar@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn.