Origo leitar að öflugum forriturum

Origo er alltaf að leita að öflugum forriturum sem hafa brennandi áhuga og metnað til að takast á við skemmtileg og fjölbreytt verkefni með okkur.
Unnið er í teymum með reyndum hópi prófara, vörustjóra og forritara. Unnið er í nánu samstarfi við notendur og aðra hagsmunaaðila.
Við veitum starfsfólki sveigjanleika í starfi og stuðlum að jafnvægi vinnu og einkalífs. Myndband
Hæfniskröfur
Menntun sem nýtist í starfi
Þekking og reynsla í einhverju af eftirfarandi:
React
.NET
TypeScript
SQL og gagngagrunnum
önnur forritunarmál
Frumkvæði, fagmennska og færni í mannlegum samskiptum
Reynsla af teymisvinnu
Reynsla af Agile kostur
Við hvetjum ykkur til að kíkja við á Facebook síðu Origo HÉR og LinkedIn síðuna okkar HÉR. Þar má finna skemmtilegar umfjallanir um flottu verkefnin sem við höfum verið að vinna að og einnig kynningar á starfsfólkinu okkar og hvað þau hafa að segja um vinnustaðinn.
Hjá Origo starfar fjölbreyttur og öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina. Gildin okkar eru þjónustuframsýn, samsterk og fagdjörf. Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veita sérfræðingar á mannauðssviði Origo (mannaudur@origo.is)
Sækja um starf