Netöryggissérfræðingur

SecureIT 27. Apr 2021 Fullt starf

Netöryggissérfræðingar!

Spennandi, flóknum og krefjandi verkefnum SecureIT er að fjölga gríðarlega innanlands og á alþjóðavísu og þurfum við nauðsynlega að fá öfluga netöryggissérfræðinga á ólíkum sviðum til liðs við okkur!

SecureIT leggur mikla áherslu á vellíðan starfsmanna og veita þeim tækifæri til að vinna í krefjandi, spennandi og skemmtilegum verkefnum með frábæru starfsfólki viðskiptavina okkar. Starfsmenn geta að öllu jöfnu unnið í fjarvinnu og svo hjá viðskiptavinum eftir þörfum.

Ert þú manneskjan sem við erum að leita að fyrir tæknilegar öryggisprófanir? Eða ertu manneskjan sem við þurfum í öryggisráðgjöf og úttektir?

Við leitum eftir einstaklingum með

 • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og metnað
 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Eldmóð og áhuga fyrir því að skara fram úr og veita afburða þjónustu
 • Mikla þjónustulund og samskiptahæfni

Netöryggissérfræðingur í öryggisprófunum

 • Framkvæmir innbrotsprófanir (e. Penetration test) á innri, ytri kerfum og t.d. skýjaumhverfum viðskiptavina
 • Framkvæmir úttektir á vefkerfum (e. Web application penetration test)
 • Framkvæmir vefveiði árásir (e. Phishing)
 • Kemur að þróun tæknilegra innviða sem eru notuð við öryggisprófanir (SecDevOps)

Netöryggissérfræðingur í ráðgjöf og úttektum

 • Framkvæmir úttekt á tæknilegu umhverfi, innviðum og öryggisvörnum
 • Framkvæmir úttekt á regluverki (e. ISMS) og öryggisrömmum (e. Security framework)
 • Framkvæmir úttekt á hlítingu við staðla, s.s. gagnvart PCI, HITRUST, NIST, GDPR, FME og ISO27001
 • Veitir ráðgjöf um hvernig best sé hægt að mæta hvers kyns öryggis- og hlítingarkröfum (t.d. vegna PCI, HITRUST, NIST, GDPR og ISO27001)

Um SecureIT

SecureIT er leiðandi á sviði netöryggis og vinnur fyrir fjölda innlendra og alþjóðlegra fyrirtækja þar sem öryggiskröfur eru miklar, svo sem fyrir banka, færsluhirða, flugrekstraraðila, smásöluaðila, aðila í líftækni- og orkugeiranum, hugbúnaðar- og tölvuleikjafyrirtæki og hið opinbera.

SecureIT sinnir ráðgjöf í netöryggismálum, úttektum og öryggisvottunum fyrirtækja og býður upp á öryggisþjónustur sem ná til allra þátta upplýsingaöryggis. Starfsmenn fyrirtækisins eru með fjölda alþjóðlegra viðurkenninga um sérfræðiþekkingu á sviði netöryggis og persónuverndar. Eins er fyrirtækið í nánu samstarfi við nokkur erlend öryggis- og vottunarfyrirtæki sem gerir SecureIT kleift að bjóða m.a. upp á ýmsar öflugar öryggisþjónustur allan sólarhringinn og hins vegar felur það í sér skemmtileg verkefni fyrir alþjóðlega viðskiptavini í gegnum samstarfsverkefnin.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Umsóknir skal senda á jobs@secureit.is

Nánari upplýsingar veitir Magnús Birgisson, framkvæmdastjóri SecureIT í gegnum jobs@secureit.is og 888 4268.

SecureIT