.NET forritari

Logo11-250x52.gif
Marorka 11. Jan. 2018 Fullt starf

Við leitum að færum forritara með brennandi áhuga á gæðum í hugbúnaðargerð til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni við þróun grænna hugbúnaðarlausna fyrir skip.

Marorka er hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í gagnadrifinni orkustjórnun fyrir skip. Við gerum viðskiptavinum okkar mögulegt að minnka eldsneytisnotkun, draga úr útblæstri og auka afkastagetu skipaflota. Höfuðstöðvar eru á Íslandi, en skrifstofur í Þýskalandi, Singapore og í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Helstu verkefni

  • Virk þátttaka í Scrum þróunarteymi við hönnun og forritun hugbúnaðarlausna
  • Vinna náið með vörustjórum og QA að stöðugum umbótum þróunarferla

Hæfniskröfur

  • Framúrskarandi þekking í .NET (C#) og SQL
  • Reynsla af prófanadrifinni hugbúnaðargerð (TDD)
  • Frumkvæði í starfi, þörf fyrir að læra nýja hluti og færni í að deila faglegri þekkingu

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir sendist á careers@marorka.com. Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar en unnið er úr umsóknum jafnóðum og þær berast.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Steindór E. Sigurðsson, yfirmaður rannsókna og þróunar, steindor@marorka.com.