.NET bakendaforritari

Wise 14. Jan 2022 Fullt starf

Við tökum tæknina persónulega

Wise ætlar sér stóra hluti í framtíðinni og leitar að fólki sem vill taka þátt í því. Að móta. Að skapa. Að þróa. Markmið okkar er að vera leiðandi í viðskiptalausnum á Íslandi og leiðandi í sjávarútvegslausnum á heimsvísu. Við erum sterkur hópur með mikla reynslu sem við miðlum með þjónustu sem skiptir máli. Tæknin er hluti af lífi okkar og við tökum hana persónulega.

Við ætlum að skapa framtíðina með okkar starfsfólki og um leið skapa framúrskarandi vinnustað.

Við leitum að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingum sem hafa brennandi áhuga og metnað til að takast á við skemmtileg, krefjandi og umfram allt fjölbreytt verkefni. Jákvæðum einstaklingum sem hafa drifkraft, úthald, samkennd og lipurð í mannlegum samskiptum.

.NET bakendaforritari

Við leitum að öflugum bakendaforritara með reynslu af .Net Core og C# til að vinna með hópi sérfræðinga við þróun á sérlausnum Wise og í hugbúnaðarverkefnum fyrir stærri viðskiptavini.

Með auknum umsvifum eru mörg spennandi verkefni framundan í vöruþróun og stafrænni vegferð með okkar stærstu viðskiptavinum bæði hér heima og erlendis.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða tengdum greinum.
  • Reynsla af þróun í .NET Core og C#.
  • Reynsla af notkun DevOps og GIT.
  • Skipulögð vinnubrögð og áhugi á að tileinka sér nýja tækni.
  • Þekking á Agile aðferðafræði er kostur.
  • Frumkvæði og drifkraftur.

Hjá Wise starfa um 100 manns í Reykjavík og á Akureyri með áratuga reynslu og þekkingu á sviði viðskiptalausna. Wise er einn öflugasti söluaðili Microsoft Dynamics 365 Business Central á Íslandi og hefur sérhæft sig í lausnum á sviði fjármála, verslunar, sérfræðiþjónustu, sveitarfélaga, sjávarútvegs og flutninga. Wise leggur áherslu á að bjóða upp á alhliða viðskiptalausnir, er ört vaxandi og leggur sig fram um að vera tryggur samstarfsaðili í þeirri stafrænu vegferð sem fyrirtæki horfa til í dag.

Vinnustaður okkar er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur og er leitast við að jafna hlutfall kynja í ráðningum. Við leggjum mikla áherslu á að starfsfólki líði vel í vinnunni og umhverfið okkar og starfsandi sé eins og best verður á kosið.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar næstkomandi.

Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsjón með starfinu hafa Hilmar G. Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is), Hildur J. Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is) og Garðar Ó. Ágústsson (gardar@vinnvinn.is).