Navision sérfræðingur

Kvika banki leitar að sérfræðingi í Navision/BC til að taka þátt í spennandi umbótaverkefnum í fjármáladeild fyrirtækisins. Fjármáladeild Kviku vinnur þvert á samstæðu Kviku og dótturfélaga.
Mikilvægt er að viðkomandi sé með reynslu af bókhaldi og bókhaldsferlum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Greiningarvinna og stefnumótun í fjármáladeild
- Umsjón á innleiðingum og uppfærsla á bókhaldsferlum
- Samskipti við þjónustuaðila og verktaka
- Þjónusta við innri viðskiptavini
- Verkefnastýring verkefna í Navision
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla af bókhaldi fyrirtækja
- Að lágmarki 3 ára reynsla af Navision/BC
- Lausnamiðuð hugsun og aðlögunarhæfni
- Sjálfstæði og vönduð vinnubrögð
- Færni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
Umsóknarfrestur er til og með 7. júní 2022
Kvika er öflugur fjártæknibanki sem stuðlar að umbreytingu og samkeppni á fjármálamarkaði með áherslu á upplifun viðskiptavina, nýsköpun og stafrænu vöruframboði. Starfsumhverfið einkennist af sveigjanleika, samvinnu og liðsheild, frumkvæði starfsfólks, jöfnum tækifærum, trausti og heilsusamlegu og jákvæðu umhverfi. Vörumerki samstæðunnar eru meðal annars TM, Kvika eignastýring, Lykill, Auður, Netgíró og Aur.
Sækja um starf
Sótt er um starfið í gegnum Alfreð