Microsoft sérfræðingur

Þekking 29. Mar 2019 Fullt starf

Við leitum að leiðtoga til að vinna með okkur í sérfræðiþjónustu og ráðgjöf.

Við erum með opið sæti fyrir þá eða þann sem langar í vegferð með okkur og vill ná lengra, vinna sjálfstætt og í teymum þvert á, vinna að stöðugum umbótum og vinna fyrir liðið.

Dæmi um hæfni sem við sækjumst eftir:

Frumkvæði, metnaður, skipulags-, samstarfs- og samskiptahæfni eru lykil þættir til árangurs til viðbótar tæknilegri hæfni og getu til að læra.

Fagþekking:

Ígildi 10 ára reynslu og með mikla yfirsýn og dýpt sem sérfræðingur – Vottanir eru mikill kostur, t.d. ef hægt er að sýna fram á þekkingu með öðrum hætti, t.d. af fyrri verkefnum eða árangri. Dæmi um hæfni sem við leitum eftir: Powershell/scripting, Microsoft eða Office 365, Azure, Exchange og S4B. Reynsla úr kröfuhörðum aðstæðum og umhverfum við rekstur og hönnun er mjög ákjósanleg.

Um Þekkingu:

Þekking er leiðandi, óháð þjónustufyrirtæki í ráðgjöf og rekstri í upplýsingatækni. Þekking samanstendur af hópi fólks sem deilir ástríðu fyrir að vinna í nánu og gjöfulu samstarfi við viðskiptavini okkar.

Tökum á móti umsóknum á lidsheild@thekking.is Umsóknafrestur til og með 14. apríl 2019.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Tökum á móti umsóknum á lidsheild@thekking.is - Umsóknafrestur til og með 14. apríl 2019. Mælt er með að umsókn innifeli kynningarbréf og ferilsskrá.