Marel leitar að hugbúnaðarsérfræðingum- og ráðgjöfum

Marel ehf. 20. May 2021 Fullt starf

Marel er í miklum vexti á heimsvísu; verkefnum hefur fjölgað og þau stækkað. Þjónustuhópur hugbúnaðarlausnar Marel leitar að góðum liðsfélögum sem hafa áhuga á að starfa í alþjóðlegu umhverfi og leysa krefjandi hugbúnaðarverkefni í atvinnugrein sem leggur áherslu á samþættingu tækja og hugbúnaðar og innsýn inn í framleiðsluferla.

Við leitum að hugbúnaðarsérfræðingum og hugbúnaðarráðgjöfum til að taka þátt í spennandi og fjölbreyttum verkefnum við uppsetningu og þjónustu á Innova, hugbúnaðarlausn Marel.

Innova er framleiðsluhugbúnaður Marel, sem þjónar matvælavinnslum í fiski, kjöti og kjúklingi og styður við heildarvinnsluferlið, allt frá móttöku hráefnis til vöruafhendingar. Hugbúnaðurinn er notaður fyrir framleiðslueftirlit og stýringar og þjónar lykilhlutverki í matvælavinnslu í heiminum í dag. Nánari upplýsingar um Innova má finna á www.marel.com\software Innova er í örum vexti og hafa verið seld um 2.300 framleiðslukerfi um allan heim. Nú starfa um 300 manns við þróun, sölu og þjónustu á Innova á um allan heim.

Hugbúnaðarsérfræðingar Starf hugbúnaðarsérfræðinga Marel er tæknilegs eðlis, fjölbreytt og nær yfir breitt svið. Allt frá því að setja upp og prófa hugbúnað á móti tækjum yfir í uppsetningu á heildar lausnum fyrir framleiðslustýringu og útfæra samþættingu við önnur kerfi.

Hugbúnaðarráðgjafar Starf hugbúnaðarráðgjafa Marel felst í að innleiða hugbúnaðarkerfi fyrir matvælavinnslu í samstarfi við viðskiptavini okkar. Hugbúnaðurinn er öflugur og sveigjanlegur, en góð færni í mannlegum samskiptum er lykilatriði. Hugbúnaðarráðgjafi tekur við seldum verkefnum, stillir hugbúnaðinn af í samvinnu við viðskiptavini og sér um þjálfun notenda.

Teymisvinna Hugbúnaðarsérfræðingar og -ráðgjafar starfa saman í innleiðingarteymi, ásamt verkefnastjórum og vöruþróun. Teymin eru alþjóðleg og samvinnan þétt. Hjá Marel færðu tækifæri til að læra og tileinka þér nýja og spennandi hluti.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 30. maí 2021. Einungis er tekið við umsóknum á heimasíðu Marel, www.marel.com/jobs.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hildur Halldórsdóttir, mannauðsráðgjafi, hildur.halldorsdottir@marel.com.