Máltækniforritari (NLP)

Snjallgögn 18. May 2024 Fullt starf

Snjallgögn óska eftir að ráða úrræðagóðan NLP (e. Natural Language Programming) forritara til að hagnýta og sérsníða gervigreindarlíkön í viðskiptalegu samhengi. Í þessu hlutverki samþættir viðkomandi öflugar tæknilausnir til að sjálfvirknivæða úrlausn flókinna áskoranna.

Starfssvið

  • Leiða hönnun og innleiðingu framúrskarandi NLP kerfa.
  • Hanna og innleiða í samstarfi við teymið öfluga verkferla fyrir NLP þróun.
  • Þróa og viðhalda samþættingarlausnum, þar á meðal forrita sem nota samþættingarramma fyrir tungumálalíkön og ýmis forritaskil til að bæta gervigreindarlausnir.
  • Smíða frumgerðir af þjónustum og þróa þannig að hægt sé að afhenda viðskiptavinum.
  • Skoða með reglubundnum hætti virkni líkana og kerfa, gera nauðsynlegar breytingar og besta í takt við stórstígar framfarir á sviði gervigreindar, máltækni, og vélnáms.

Hæfnikröfur

  • Háskólapróf í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, tölvuverkfræði eða öðrum verk og raunvísindagreinum. 
  • Hugmyndaauðgi við lausn vandamála, þekking á Python, og reynsla af lykilkerfum í heimi gagnavísinda/NLP eins og Pandas, Scikit-learn, og SpaCy. Brennandi áhugi á nýjustu þróun í gervigreind og málvísindum. 
  • Hagnýt reynsla af hugbúnaðarþróun, þar með talin vinna með SQL og Git, ásamt skilningi á máltækni og tækniumhverfi vélnáms.
  • Þekking á skýjaþjónustum eins og AWS og Azure, og helst færni í uppsetningu gagnaíláta í umhverfi á borð við Docker eða Kubernetes.

Launakjör

  • Samkeppnishæf laun sem taka mið af reynslu
  • Tækifæri til faglegrar þróunar og símenntunar.
  • Sveigjanlegur vinnutími.
  • Skapandi, jafnvel nýskapandi, vinnuumhverfi.

Frekari Upplýsingar

Áhugasamir umsækjendur eru hvattir til að senda inn ferilskrá ásamt ítarlegri kynningu á hæfni sinni og reynslu sem þeir telja nýtast í starfi. Dæmi um fyrri verkefni eða framlag til tengdra verkefna eru einnig velkomin.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Meira á 50skills síðunni