Liðsmaður í tækniþjónustu

VÍS 26. Jun 2020 Fullt starf

VÍS leitar að öflugum liðsauka í notenda- og tækniþjónustu. Starfið felur í sér tækniaðstoð við starfsmenn VÍS og að tryggja að tæknin vinni með okkur. Miklir möguleikar eru til starfsþróunar fyrir metnaðarfulla einstaklinga.

Meðal verkefna eru:

• Uppsetning á tölvubúnaði og tenging tækja.

• Vandamálagreining og lagfæring tölvubúnaðar.

• Uppsetning og dreifing hugbúnaðar.

• Aðstoð við aðgangsstýringar og öryggismál.

• Aðstoð við rekstur netkerfa og fjarfundakerfa.

• Dagleg notendaþjónusta og tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur:

• Góð þekking á Windows stýrikerfinu

• Þekking á AD, SCCM, Office 365 og netkerfum er kostur

• Rík þjónustulund og færni í samskiptum

• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi

• Metnaður fyrir því að gera sífellt betur og vinna að umbótum

• Skipulag og fagmennska í vinnubrögðum

Markmið okkar er að vera framúrskarandi vinnustaður og vera alltaf í fremstu röð tryggingafélaga á Íslandi. Ánægja starfsfólks og viðskiptavina er lykilatriði í velgengni félagsins. Hjá okkur starfar öflug liðsheild með skýr markmið og stefnu. Frumkvæði, drifkraftur og metnaður eru eiginleikar sem við sækjumst eftir.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Í samræmi við jafnréttisstefnu VÍS hvetjum við öll kyn að sækja um. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Þorsteinsson, forstöðumaður Upplýsingatækni, ingolfur@vis.is. Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 6. júlí.