Leiðtogi verkefna / Project leader

motus 1. Nov 2023 Fullt starf

Við leitum að framúrskarandi leiðtoga með reynslu og sigra úr öflugu verkefna- og vöruþróunarumhverfi. Sem leiðtogi verkefna munt þú stýra umsvifamestu vöruþróunar- og umbreytingarverkefnum með hópi sérfræðinga. Þau fela í sér umtalsverða breytingu á viðskiptaháttum félagsins þvert á öll innri svið þess og krefjast m.a. náinna samskipta við samstarfsaðila og viðskiptavini. Hlutverkið gefur einnig tækifæri á að móta verklag verkefnastjórnunar fyrirtækisins.

Starfið er á sviði vöru- og verkefnastýringar sem í dag stýrir m.a. Motus kröfuþjónustu, kröfukaupum og Pei fjármögnun.

Motus er á spennandi vegferð sem miðar að því að finna nýjar leiðir til að styrkja gæði kröfuþjónustu, svo hún verði ómissandi þáttur í vexti og viðgangi fyrirtækja á landinu öllu. Hlutverk Motus er að koma fjármagni á hreyfingu á hagkvæman, nútímalegan og aðgengilegan hátt. Við beitum til þess nýjustu tækni og sérþekkingu og leitum stöðugt hagkvæmustu lausna í þágu viðskiptavina og samfélags.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Fagleg stýring verkefna skv. vegvísum til samræmis við vörusýn og markmið
 • Móta bestu venjur verkefnastýringar fyrirtækisins
 • Vinna með teymi sérfræðinga, vörustjórum, UX hönnuði, hugbúnaðarsviði og öðrum hagaðilum við að afhenda virði til viðskiptavina
 • Ábyrgð á greiningu, kostnaðarmati og undirbúningi verkefna
 • Ábyrgð á framvindu, kostnaðareftirliti og áhættustýringu verkefna.
 • Ábyrgð á upplýsingagjöf til vörustjóra, annarra hagaðila og samstarfsaðila í verkefnum.
 • Virkur þátttakandi í verkefnaráði félagsins

Hæfni og menntun

 • Reynsla og þekking á sviði verkefnastýringar á stafrænum lausnum
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Góð hæfni í samskiptum og teymisvinnu
 • Leiðtogahæfileikar, frumkvæði og þrautseigja
 • Skipulögð og öguð vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til og með 13. nóvember 2023

Frekari upplýsingar veitir Styrmir Kristjánsson forstöðumaður vöru- og verkefnastýringar í styrmir@motus.is.

Um Motus:

Motus er leiðandi fyrirtæki á sviði kröfuþjónustu. Hjá okkur starfar fjölbreyttur hópur fólks sem leggur sig fram um að starfa af heilindum og fagmennsku. Jafnrétti, jákvæð samskipti og gagnkvæm virðing eru grundvöllur starfseminnar.

Við gætum fyllsta trúnaðar við vinnslu starfsumsókna og persónuupplýsinga.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Við leitum að framúrskarandi leiðtoga með reynslu og sigra úr öflugu verkefna- og vöruþróunarumhverfi. Sem leiðtogi verkefna munt þú stýra vöruþróunar- og umbreytingarverkefnum með hópi sérfræðinga í vöruþróun.