Leiðtogi stafrænnar þróunar og upplýsingatækni

Reykjavik Excursions 22. Feb 2021 Fullt starf

Við leitum að metnaðarfullum og drífandi stjórnanda til að leiða þróun og rekstur stafrænna lausna og upplýsingatækni til að bæta þjónustu við viðskiptavini og auka skilvirkni í rekstri félagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Stefnumótun, skipulagning og stýring á stafrænum verkefnum.
  • Þarfagreining, forgangsröðun verkefna og innleiðing þeirra í samstarfi við önnur svið.
  • Hugbúnaðarþróun, eftirlit með högum hugbúnaðarlausna og stjórnun hugbúnaðarteyma.
  • Viðhald og umbætur á núverandi kerfum.
  • Þróun á vöruhúsi gagna.
  • Umsjón með rekstrar- og þróunarsamningum.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða sambærilegt.
  • A.m.k. 5 ára reynsla í þróun lausna með Microsoft.Net, .Net.Core/Net5, VisualStudio, React/Typescript.
  • Hæfni til að leiða og stýra forritunarverkefnum á bæði fram- og bakenda með skilvirkum hætti.
  • Þekking og reynsla á þróun, innleiðingu og rekstri stafrænna lausna.
  • Þekking og reynsla á vefþjónustum og samþættingum (API).
  • Tæknileg þekking og reynsla af því að vinna með SQL gagnagrunna og deployment í skýjaumhverfi sbr. GCP, Azure eða Amazon AWS).
  • Góð greiningarhæfni, metnaður og lausnamiðað hugarfar.
  • Góð samskiptahæfni, rík þjónustulund og geta til að vinna í teymi.
  • Hæfni til að miðla tæknilegri þekkingu á einfaldan hátt til ólíkra hópa.
  • Skipulögð vinnubrögð og frumkvæði í starfi.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til 3. mars 2021. Umsóknir ásamt ferilsskrá sendist á netfangið johanna@re.is.

Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Hreiðarsdóttir, mannauðs-og gæðastjóri, á netfanginu johanna@re.is eða í síma 7799204.