Leiðtogi samþættingar

Reykjavíkurborg 31. Aug 2022 Fullt starf

Viltu leggja þitt af mörkum í stafrænni vegferð Reykjavíkurborgar?

Leiðtogi samþættinga óskast í fjölbreytt og spennandi verkefni hjá Þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar. Markmið starfsins er að reka og tryggja hámarks uppitíma á samþættingarlagi Reykjavíkurborgar ásamt því undirlagi sem verður að vera til staðar svo lausnir Reykjavíkurborgar virki sem skyldi.

Nánar um starfið

Þú munt taka virkan þátt í stafrænni vegferð borgarinnar. Ásamt því að leiða teymi sérfræðinga í spennandi upplýsingatækniverkefnum og vinna náið með hagsmunaaðilum og starfsfólki sem vinnur að lausnum sem krefjast samþættinga. Við leggjum mikla áherslu á lausnamiðaða hugsun og notendamiðaða nálgun við úrlausn verkefna.

Sem leiðtogi samþættingar munt þú…

 • Taka þátt í í framtíðarþróun á innviðum upplýsingatækni og stafrænni umbreytingu

 • Taka þátt í upplýsingatækni tengdum verkefnum sem ráðgjafi að þeim hlutum sem snúa að samþættingu

 • Vera í leiðandi hlutverki í stafrænni vegferð borgarinnar

 • Gegna lykilhlutverki í allri þróun samþættinga og sjálfvirknivæðingu á ferlum Reykjavíkurborgar

 • Taka þátt í og vera ráðgefandi í öllum aðgerðum sem tengjast hönnun, þróun og viðhaldi samþættingar og ferlalausna Reykjavíkurborgar

 • Vera leiðandi í samstarfi og í samskiptum við hagaðila innan sem utan borgarinnar

 • Taka þátt í verkefnum tengdum nýsköpun og stafrænni umbreytingu borgarinnar

Menntunar og hæfnikröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi (tölvunarfræði, kerfisfræði, verkfræði eða sambærileg menntun)

 • Rík samskiptafærni

 • Mikil reynsla og hæfni við að miðla upplýsingum

 • Mikil hæfni í að tileinka sér nýjungar í upplýsingatækni

 • Reynsla af verkefna- og teymisstjórnun

 • Reynsla af rekstri tækniumhverfa kostur

Aðrir góðir kostir

 • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi

 • Skipulagshæfni

 • Virk hlustun og jákvætt viðhorf

 • Drifkraftur og metnaður til að ná árangri

 • Geta til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

 • Jákvætt viðhorf til jafnréttis og fjölbreytileika

Um vinnustaðinn

Þjónustu- og nýsköpunarsvið er fyrsta flokks vinnustaður þar sem góð liðsheild og virðing einkennir menninguna. Við leggjum ríka áherslu á traust og skiljum mikilvægi þess að hlusta og vera sífellt að læra hvort af öðru. Við erum fagleg í okkar störfum og fögnum frumkvæði og þori. Verkefnin eru krefjandi og skemmtileg og enn betra er að þau stuðla að því að einfalda og bæta líf íbúa og starfsfólks borgarinnar.

Auk þess getum við boðið þér…

 • Sveigjanlegan vinnutíma

 • 36 stunda vinnuviku

 • Möguleika á fjarvinnu að hluta

 • Sundlaugar- og menningarkort

 • Heilsu- og samgöngustyrk

 • 30 daga launað sumarleyfi

 • Niðurgreitt mötuneyti


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 9. september. Nánari upplýsingar um starfið veitir Loftur Steinar Loftsson í gegnum tölvupóstfangið loftur@reykjavik.is

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:

Starfsferilsskrá

Kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir áhuga og hæfni í starfið.

Reykjavíkurborg er skapandi og metnaðarfullur vinnustaður ásamt því að vera sá stærsti á Íslandi. Verkefnin eru afar fjölbreytt og snerta daglegt líf borgarbúa með margvíslegum hætti.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.