Leiðtogi í tæknilegri vöruþróun

Andes og Prógramm 26. Mar 2024 Fullt starf

Andes og Prógramm leita að drífandi aðila til að leiða teymi sem sérhæfir sig í upplýsingatæknirekstri. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, hugsað í lausnum og stýrt verkefnum á leiðarenda.

Andes og Prógramm eru systurfélög sem saman mynda eitt af öflugri hugbúnaðarhúsum landsins. Við trúum því að við getum aukið skilvirkni með sérfræðiþekkingu og vali á réttum verkfærum fyrir hvert og eitt verkefni. Við erum leiðandi í stafrænni umbreytingu og sérsvið okkar eru skýjalausnir, sjálfvirkni, innviðir og flóknari hugbúnaðarlausnir. Vinnustaðurinn er frábær vettvangur fyrir þá sem vilja þróast áfram á sviði upplýsingatækni og taka þátt í krefjandi, skapandi og skemmtilegum verkefnum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Taka þátt í og leiða vöruþróun
  • Eiga virkt samtal við viðskiptavini
  • Ábyrgð á þarfagreiningu, skipulagi og framvindu verkefna

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla af tæknilegum rekstri skilyrði
  • Reynsla af vöru- og/eða verkefnastjórnun í hugbúnaðarverkefnum
  • Framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar
  • Áhugi á að tileinka sér nýja tækni og þróast í starfi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
  • Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl 2024

  • Öllum umsóknum þarf að fylgja ferilskrá

  • Farið er með umsóknir sem trúnaðarmál

  • Öllum umsóknum verður svarað