Leiðtogi í hagnýtingu gervigreindar

OR 3. Jan 2024 Fullt starf

Leiðtogi í hagnýtingu gervigreindar

Við leitum að skipulögðum, drífandi og hugmyndaríkum leiðtoga í hagnýtingu gervigreindar hjá OR samstæðunni. Samstæðan samanstendur af fimm fyrirtækjum; Orkuveitu Reykjavíkur, Veitum, Orku náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix og hefur það hlutverk að auka lífsgæði með samfélagsábyrgð að leiðarljósi.

Helstu viðfangsefni eru:

  • Greina tækifæri til hagnýtingar á gervigreind innan samstæðunnar
  • Styðja við stafræna leiðtoga í að sjá tækifæri í nýtingu AI í verkefnum samstæðunnar
  • Byggja upp notkunarreglur á sviði AI hjá samstæðunni
  • Miðla þekkingu til starfsmanna um hagnýtingu AI (co-pilot, chatGPT osfrv)
  • Verkefnastjórnun og stuðningur í ýmsum verkefnum tengdum hagnýtingu gervigreindar

Við metum reynslu af notkun gervigreindar í starfi mikils, enda felast í starfinu tækifæri til þess að móta og taka þátt í fjölbreyttum verkefnum tengdum framtíðarsýn, verkefnastýringu og þróun á notkun gervigreindar innan fyrirtækja OR samstæðunnar.  Starfið krefst þekkingar og reynsla á lausnum á sviði gervigreindar ásamt framúrskarandi samskiptahæfileikum, frumkvæðis og hæfileika til þess að kenna öðrum.

Ef þú veist allt um AI og hefur hæfileika til að öðlast nýja þekkingu á skömmum tíma þá viljum við heyra frá þér!

Hvernig vinnustaður er OR samstæðan? (kynningarmyndband)

Hjá OR samstæðunni leggjum við áherslu á að vera með fjölbreyttan hóp starfsfólks. Rannsóknir hafa sýnt að konur, kynsegin og fólk í minnihlutahópum sækja síður um störf ef þau uppfylla ekki öll skilyrði starfsins. Ef þú telur þig hafa það sem þarf til og ástríðu til að vinna hjá OR samstæðunni hvetjum við þig til að sækja um, jafnvel þó þú hakir ekki í öll boxin í auglýsingunni!

Umsóknarfrestur er til og með 17. janúar 2023

Nánari upplýsingar veitir Sæmundur Friðjónsson forstöðumaður Upplýsingatækni, saemundur.fridjonsson@or.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Við leitum að skipulögðum, drífandi og hugmyndaríkum leiðtoga í hagnýtingu gervigreindar hjá OR samstæðunni. Samstæðan samanstendur af fimm fyrirtækjum; Orkuveitu Reykjavíkur, Veitum, Orku náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix og hefur það hlutverk að auka lífsgæði með samfélagsábyrgð að leiðarljósi.