Leiðtogi hönnunar

Júní 19. Sep 2023 Fullt starf

Kæri hönnuður, við hjá Júní leitum að leiðtoga hönnunar með framúrskarandi hæfileika og reynslu. Við erum með mörg krefjandi og spennandi verkefni í gangi við að þróa stafrænar vörur og þjónustu, bæði í app- og vefformi, fyrir mörg af framsæknustu fyrirtækjum og stofnunum landsins.

Notendaupplifun er efsta mál á dagskrá alla daga og hönnun eru okkar trúarbrögð (þannig). Ef þú deilir þessum áhugamálum með okkur viljum við endilega fá þig í Júníversinn.

Menntunar-og hæfniskröfur

  • Að lágmarki 5 ára reynsla af stafrænni eða grafrískri hönnun og UX og UI
  • Háskólamenntun í grafískri/stafrænni hönnun eða sambærilegt; er kostur en ekki skilyrði
  • Víðtæk reynsla af hönnun og hönnunarkerfum
  • Reynsla í kynningum á hönnun og framsetningu hönnunarverkefna fyrir viðskiptavini
  • Viðkomandi búi yfir framúrskarandi færni í hönnunartólum, helst afburða færni í Figma, og bónus ef reynsla í kvikun
  • Framsýni í hönnun og stafrænni mörkun
  • Reynsla af stjórnun teyma og góð samskiptahæfni
  • Skipulagshæfni og nútímaleg vinnubrögð
  • Metnaður og áræðni til að taka þátt í að byggja upp spennandi vinnustað

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Leiða og vinna hönnunarverkefni fyrir viðskiptavini Júní
  • Leiða hönnunarteymi Júní
  • Sæti í leiðtogateymi Júní
  • Skipuleggja hönnunarfundi fyrir teymið
  • Stuðla að vexti og endurmenntun teymis
  • Halda einn á einn fundi með teymismeðlimum
  • Samskipti við viðskiptavini
  • Vera sendiherra og í forsvari fyrir hönnun Júní

Júní
Júní er stafræn stofa sem sérhæfir sig í stafrænni umbreytingu fyrirtækja og stofnana. Hjá Júní starfa 29 manns sem búa yfir víðtækri reynslu í faginu. Við hjá Júní viljum hafa áhrif á framtíðina í stafrænum lausnum sem einfalda og gera líf fólks betra. Júní einblínir á lærdómsmiðaða og frumlega hugsun, okkur þykir vænt um teymið og við viljum vera framsækin og hugrökk í nálgun okkar. Júní býður upp á fallega skrifstofu og fjölskylduvænt starfsumhverfi þar sem við nýtum nýjustu tækni og tól til að sigrast á öllum (eða flestum) heimsins vandamálum.

Við bjóðum upp á vinnustað þar sem:

  • Fólk fær að blómstra og vaxa á sínu sviði
  • Rými fyrir umræður, spurningar og endurgjöf
  • Uppbyggjandi og skilvirk samskipti
  • Gleði og starfsánægju í teyminu okkar sem og með viðskiptavinum
  • Sköpunargleðin fær að njóta sín í botn
  • Tækifærin eru í áskorunum

Endilega skoðið meira um okkar á juni.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Áhugasamir sendi umsókn og ferilskrá á job@juni.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Umsóknarfrestur er 1. október