Kolibri er að ráða forritara

Kolibri 23. May 2022 Fullt starf

Kolibri leitar að forriturum sem deila með okkur ástríðu fyrir því að þróa framsækinn, notendamiðaðan hugbúnað. Við styðjum við sjálfræði í vali á tólum og aðferðum og okkur finnst alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og læra. Við skrifum mest í TypeScript, bæði í framenda og bakenda og notum aðallega React/Next.js í framenda.

Við leitum að fólki sem:

 • Hefur ástríðu fyrir þróun hugbúnaðar sem er framsækinn í tækni og getur staðist tímans tönn
 • Hefur hæfileika til að tileinka sér nýjar aðferðir í hugbúnaðarþróun
 • Hefur drífandi áhuga á nýjustu tækni
 • Er forvitið, sjálfstætt og hneigt til aðgerða
 • Er tilbúið að biðja um aðstoð samstarfsfólks
 • Um vinnustaðinn
  Hjá Kolibri er unnið í opnu og nánu starfsfyrirkomulagi þar sem allir hafa möguleika á að láta til sín taka. Við trúum að góð aðstaða og aðbúnaður skipti miklu máli þegar kemur að því að búa til vörur á heimsmælikvarða, og að lýðræðislegt stjórnkerfi sem byggir á dreifðum ábyrgðum stuðli að vellíðan og vinnugleði. Við bjóðum m.a. upp á:

 • Háklassa búnað sem starfsfólk velur sjálft, hvort sem það er tölva, skjár, sími, eða eitthvað annað
 • Frábæra staðsetningu miðsvæðis í Reykjavík
 • Hollan og góðan mat frá veitingastöðum bæjarins
 • Mikið frjálsræði
 • Faghópamenningu þar sem við lærum hvert af öðru
 • Frístundastyrk, samgöngustyrk, o.fl. eftir þörfum
 • Gegnsæi sem gerir starfsfólki kleift að skoða bókhald, tekjur og útgjöld, laun samstarfsfólks, o.s.frv.

 • Sækja um starf
  Upplýsingar fyrir umsækjendur

  Vinsamlega sendið umsóknir og spurningar á hiring@kolibri.is. Nánari upplýsingar veita gudjon@kolibri.is og sveinbjorg@kolibri.is.