Kerfisstjóri Wise

Wise 14. Jan 2022 Fullt starf

Við tökum tæknina persónulega

Wise ætlar sér stóra hluti í framtíðinni og leitar að fólki sem vill taka þátt í því. Að móta. Að skapa. Að þróa. Markmið okkar er að vera leiðandi í viðskiptalausnum á Íslandi og leiðandi í sjávarútvegslausnum á heimsvísu. Við erum sterkur hópur með mikla reynslu sem við miðlum með þjónustu sem skiptir máli. Tæknin er hluti af lífi okkar og við tökum hana persónulega.

Við ætlum að skapa framtíðina með okkar starfsfólki og um leið skapa framúrskarandi vinnustað.

Við leitum að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingum sem hafa brennandi áhuga og metnað til að takast á við skemmtileg, krefjandi og umfram allt fjölbreytt verkefni. Jákvæðum einstaklingum sem hafa drifkraft, úthald, samkennd og lipurð í mannlegum samskiptum.

Kerfisstjóri Wise

Wise leitar að úrræðagóðum og metnaðarfullum einstaklingi með þekkingu og reynslu úr upplýsingatæknigeiranum til að leiða rekstur og uppbyggingu á skýjalausnum Wise og sjá um rekstur á öllum innri kerfum Wise.

Við leitum að sérfræðingi með mikla tækniþekkingu á rekstrarumhverfi viðskiptalausna og annarra upplýsingakerfa hjá fyrirtækjum til að starfa í öflugu teymi tæknifólks og taka þátt í verkefnum á sviði stafrænna lausna og samþættingar, bæði fyrir sérlausnir Wise og fyrir viðskiptavini.

Starfið felur meðal annars í sér tæknilega ráðgjöf og þjónustu fyrir viðskiptavini Wise, rekstur og þjónustu á skýjalausnum Wise, bilanagreiningu og aðkoma að áframhaldandi uppbyggingu á skýja- og stafrænum lausnum Wise.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Þróun, umsjón og dagleg stjórnun upplýsingatæknimála.
 • Öryggis- og gæðamál.
 • Rekstur á Windows net- og Hyper-V þjónum og flutningur þeirra í Azure.
 • Uppsetning og rekstur á lausnum sem nýta Azure.
 • Sjálfvirknivæðing og skriftun (Powershell, bash, Terraform ofl.).
 • Aðgangsstýringar og rekstur AD/AAD.
 • Rekstur útstöðva og símkerfis.
 • Eftirlit með hugbúnaði.
 • Innkaup á vél- og hugbúnaði.
 • Umsjón með afritun og geymslu rafrænna gagna.

Hæfniskröfur:

 • Menntun á sviði upplýsingatækni, svo sem kerfisfræði eða kerfisstjórnun og/eða mikil reynsla af sambærilegu starfi við rekstur tölvukerfa.
 • MCSA, MCSE eða MCITP vottun æskileg.
 • Góð þekking og reynsla af Microsoft 365, Azure, Intune, Teams, Powershell og DevOps.
 • Rík vitund um upplýsingaöryggi.
 • Reynsla af innleiðingarverkefnum og kerfishönnun er kostur.
 • Skipulagshæfni og sjálfstæð öguð vinnubrögð.
 • Lausnamiðuð hugsun og góð þjónustulund.
 • Metnaður til að ná árangri og hæfni til að tileinka sér nýjungar.
 • Góð færni í töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku.

Hjá Wise starfa um 100 manns í Reykjavík og á Akureyri með áratuga reynslu og þekkingu á sviði viðskiptalausna. Wise er einn öflugasti söluaðili Microsoft Dynamics 365 Business Central á Íslandi og hefur sérhæft sig í lausnum á sviði fjármála, verslunar, sérfræðiþjónustu, sveitarfélaga, sjávarútvegs og flutninga. Wise leggur áherslu á að bjóða upp á alhliða viðskiptalausnir, er ört vaxandi og leggur sig fram um að vera tryggur samstarfsaðili í þeirri stafrænu vegferð sem fyrirtæki horfa til í dag.

Vinnustaður okkar er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur og er leitast við að jafna hlutfall kynja í ráðningum. Við leggjum mikla áherslu á að starfsfólki líði vel í vinnunni og umhverfið okkar og starfsandi sé eins og best verður á kosið.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 26. Janúar næstkomandi.

Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsjón með starfinu hafa Hilmar G. Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is), Hildur J. Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is) og Garðar Ó Ágústsson (gardar@vinnvinn.is).