Kerfisstjóri hátæknibúnaðar Völku – nýtt starf!!

Valka 12. Dec 2019 Fullt starf

Kerfisstjóri þjónustu hefur umsjón með rekstri Linux og Windows hugbúnaðarkerfa hjá viðskiptavinum Völku, vali á tölvu- og netbúnaði fyrir kerfin og skipulagningu uppfærslna. Hann/hún heyrir undir þjónustusvið Völku en vinnur einnig náið með þróunarsviði.

Við leitum að kröftugum og útsjónarsömum aðila til að móta nýtt starf, taka þátt í uppbyggingu nýrrar þjónustu fyrir viðskiptavini Völku og vera öflug viðbót við lifandi og skemmtilegan vinnustað.

Helstu verkþættir

 • Umsjón með uppfærslum stýrikerfa og stoðkerfa (vefþjónum, gagnagrunnum o.s.frv..)
 • Umsjón með uppfærslum kerfa Völku (RapidFish, tækjastýringar)
 • Uppsetning og viðhald vöktunar á kerfum
 • Uppsetning og viðhald afritunartöku
 • Umsjón með öryggismálum búnaðar
 • Samskipti við IT deildir viðskiptavina Völku
 • Val á netþjónum og netbúnaði
 • Hönnun og uppsetning netkerfa
 • Sjálfvirknivæðing og stöðlun ferla
 • Umsjón með fyrirbyggjandi viðhaldi á netþjónum, stöðugum umbótum og hagræðingu umhverfa
 • Sjá um hugbúnaðaruppfærslur í samráði við hugbúnaðardeild og þjónustusvið.
 • Villugreining og bestun á lausnum í tækniumhverfi
 • Ráðgjöf til viðskiptavina
 • Utanumhald á vélbúnaði í okkar eigu sem staðsettur er hjá viðskiptavinum Völku

Hæfniskröfur

 • Mikil og farsæl reynsla af kerfisrekstri
 • Góð þekking og reynsla af kerfisstjórnun í Windows umhverfi
 • Góð þekking og reynsla af kerfisstjórnun í Linux umhverfi, Ubuntu
 • Góð þekking á virkni netbúnaðar og eldveggja
 • Reynsla af rekstri PHP vefþjóna
 • Reynsla af rekstri MySQL gagnagrunna
 • Reynsla af rekstri DNS og DHCP servera
 • Þekking á Ansible, Chef og öðrum tólum fyrir sjálfvirknivæðingu er kostur
 • Þekking á sýndarvélum, VMware er kostur
 • Menntun sem nýtist í starfi

Aðrir æskilegir eiginleikar

 • Sjálfstæði, ábyrgðarkennd og frumkvæði
 • Skipulögð og öguð vinnubrögð
 • Dugnaður, útsjónarsemi og metnaður
 • Liðsmaður fram í fingurgóma
 • Góð samskiptafærni og rík þjónustulund
 • Góð enskukunnátta.

Nánari upplýsingar:

Leifur Geir Hafsteinsson, mannauðsstjóri Völku

Um Völku

Valka er alþjóðlegt og ört vaxand hátæknifyrirtæki sem hefur þróað, hannað og framleitt vél- og hugbúnað á heimsmælikvarða fyrir sjálfvirka fiskvinnslu út um allan heim frá stofnun árið 2003.

Hjá Völku gegnir hugvit, þekking og kunnátta starfsmanna lykilhlutverki og við leggjum ríka áherslu á að byggja upp framsækinn, kraftmikinn og samheldinn vinnustað þar sem fólki líður vel.

Við leitum sífellt að öflugu fólki með menntun á sviði iðngreina, verkfræði, tölvunarfræði og tæknifræði og hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá okkur.

Valka í fréttum

https://www.visir.is/g/2019190929353

https://www.mbl.is/200milur/frettir/2018/04/10/kaupabunadfravolkufyrir25_milljarda/

https://www.mbl.is/200milur/frettir/2018/11/14/valkamedsamninguppa13_milljarda/

Myndband af hátæknibúnaði Völku


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Ef þetta starf kveikir í þér og þú vilt taka þátt í að byggja upp einn skemmtilegasta og besta vinnustað á Íslandi skaltu smella á hlekkinn og senda inn skýra og góða ferilskrá. Kynningarbréf er ekki verra! Við hlökkum til að heyra frá þér.