Kerfisstjóri net og símamála á Keflavíkurflugvelli

Isavia 26. Mar 2018 Fullt starf

Isavia óskar eftir kerfisstjóra í nethóp Kerfisþjónustunnar við netkerfi Isavia á Keflavíkurflugvelli. Kerfisþjónusta Isavia er 19 manna teymi sem sér um rekstur á tölvu- og netkerfi Isavia og dótturfyrirtækja:

 • Kerfisþjónustan rekur eitt stærsta tölvu- og netkerfi á Íslandi.

 • Gríðarleg áhersla lögð á uppitíma kerfa.

 • Lögð áhersla á að nota nýjustu tækni við að leysa flókin vandamál.

Það sem við getum boðið er:

 • Öll tæki og tól sem þú þarft til vinnu.

 • Gott vinnuumhverfi.

 • Reynslu- og þekkingar mikinn samstarfshóp.

 • Krefjandi starf með mikla möguleika.

Um er að ræða framtíðarstarf í krefjandi og spennandi umhverfi.

Helstu verkefni:

 • Viðhald og þjónusta á net og símkerfi Isavia.

Hæfniskröfur:

 • Cisco CCNA gráða er kostur. (R&S, Voice eða Wireless)

 • Þekking á búnaði frá Cisco og Palo Alto er kostur.

 • Þekking á Cisco símaumhverfi er kostur (CUCM, UCCX, CUPS).

 • Þekking á Cisco WiFi er kostur.

 • Almenn þekking á IP, Layer 2 og Layer 3 samskiptum æskileg.

 • Þekking á Linux, Python er kostur en ekki nauðsynleg.

 • Þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum.

 • Áhugi og frumkvæði.

 • Fagleg og sjálfstæð vinnubrögð.

 • Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.

Nánari upplýsingar veitir Axel Einarsson, deildarstjóri Kerfisþjónustu í síma 424-4531 eða í tölvupósti á axel.einarsson@isavia.is. Umsóknarfrestur er til og með 2. apríl 2018.

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu, nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni og þurfa allir umsækjendur að vera með hreint sakavottorð.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Allar umsóknir þurfa að berast í gegnum heimasíðu Isavia https://www.isavia.is/um-isavia/storf-hja-isavia?AdvertId=225#details