Kerfisstjóri eða þjónustustjóri ?

Þekking 31. Oct 2018 Fullt starf

Kerfisstjóri eða þjónustustjóri ?

Við leitum að liðsauka til að vinna með okkur í skemmtilegum og metnaðarfullum teymum.

Okkar starfsfólk veit að til að ná árangri skiptir miklu máli að vinna vel saman og nýta ólíka hæfileika hvors annars. Við viljum öll gera betur og höfum ýmsar leiðir til að komast nær settu marki.

Saman erum við stöðugt að bæta okkur sjálf, hvort annað og viðskiptavinina. Hvort sem það er betri þjónustuupplifun, betri kerfi, betri rekstur eða betri fjárhagur.

Við erum með opið sæti fyrir þá eða þann sem langar í vegferð með okkur og vill ná lengra, vinna í teymum, vinna að stöðugum umbótum og vinna fyrir liðið.

Dæmi um hæfni sem við sækjumst eftir:

Frumkvæði, metnaður, samstarfs- og samskiptahæfni eru lykil þættir til árangurs.

Fagþekking:

Ígildi 10 ára reynslu af kerfisstjórn með mikla yfirsýn eða sem sérfræðingur – Vottanir eru mikill kostur en ekki nauðsyn, t.d. ef hægt er að sýna fram á þekkingu með öðrum hætti, t.d. af fyrri verkefnum eða árangri. Sjálfvirknivæðing, innviðir, rekstur stýrikerfa, skýjalausna, blandaðra umhverfa, gagnagrunna og/eða netkerfa.

Dæmi um verkefni:

Sinna kerfisstjórn og/eða þjónustustjórn fyrir ákveðna viðskiptavini sem teymið ber ábyrgð á. Vinnan er á öllum líftíma upplýsingatæknilausna, frá greiningum og innleiðingum til útleiðinga.

Lykilþáttur í starfinu eru stöðugar umbætur. Við þekkjum að það koma alltaf upp vandamál og okkar hlutverk er að leysa þau og fagna þeim – vandamálin gera okkur betri og við áttum okkur á því að hluti af þroskanum er að koma auga á þau og geta rætt þau.

Við vinnum hlið við hlið með öðrum teymum og sviðum eins og þau væru okkar, fyrir okkur eru engar hindranir aðeins samstarf og lausnir.

Teymin:

Hjá okkur hafa teymin umtalsvert umboð til að ná árangri og geta ákveðið hvernig þau skipuleggja sumarfrí, hvaða menntun þarf að sækja ofl. Við leggjum mikið upp úr að teymin sé sem mest sjálfbjarga og fái að bera ábyrgð og skipta með sér verkefnum. Þegar við röðum svo í teymin viljum við hugsa fyrir því að hafa í þeim blöndu af styrkleikum og fái svo stuðning eins og þarf.

Um Þekkingu:

Þekking er leiðandi, óháð þjónustufyrirtæki í ráðgjöf og rekstri í upplýsingatækni. Þekking samanstendur af hópi fólks sem deilir ástríðu fyrir að vinna í nánu og gjöfulu samstarfi við viðskiptavini okkar til að tryggja bestu fáanlegu lausnir.

Tökum á móti umsóknum á lidsheild@thekking.is Umsóknafrestur til og með 14. nóvember 2018.

www.thekking.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Tökum á móti umsóknum á lidsheild@thekking.is - Umsóknafrestur til og með 14. nóvember 2018. Mælt er með að umsókn innifeli kynningarbréf og ferilsskrá.