Kerfisstjóri – Arnarlax

Hagvangs 22. Sep 2022 Fullt starf

Arnarlax leitar að metnaðarfullum og áhugasömum kerfisstjóra til að ganga til liðs við öflugt IT teymi félagsins og aðstoða þar við þróun og viðhald tæknilausna og upplýsingakerfa. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi, bæði til lands og sjávar.

Framundan eru spennandi tímar í starfsemi Arnarlax og mun upplýsingatækni hafa þar mikilvægu hlutverki að gegna.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Daglegur rekstur á netþjónum, gagnagrunnum og aðgangsstýringum
 • Uppsetning tækjabúnaðar bæði á sjó og landi
 • Samskipti við innri og ytri viðskiptavini félagsins
 • Þátttaka í stefnumarkandi vinnu um öryggis- og upplýsingatæknistefnu félagsins
 • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af rekstri Microsoft kerfa er kostur
 • Reynsla á IT öryggismálum er kostur
 • Reynsla af notkun Jira og Navision er kostur
 • Góð þjónustulund og samskiptahæfni
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Árangursmiðað hugarfar og skipulagshæfni

Arnarlax býður:

 • Spennandi vinnuumhverfi í ört vaxandi atvinnugrein
 • Flutningastyrk ef við á
 • Góð tækifæri til að þróast, bæði persónulega og faglega
 • Fjölbreytt verkefni, námskeið og þjálfun
 • Stuðning til náms á því sviði sem starfið tekur til
 • Samkeppnishæf laun

Aðalstarfstöð er á skrifstofu okkar á Bíldudal en starfið býður upp á viðveru bæði þar og á höfuðborgarsvæðinu.

Arnarlax er leiðandi laxeldisfyrirtæki á Íslandi með aðalstarfsemi á Vestfjörðum og með höfuðstöðvar á Bíldudal. Fyrirtækið er að fullu lóðrétt samþætt með alla þætti virðiskeðjunnar á sinni hendi, þar með talið seiðaframleiðslu, eldi, vinnslu og sölu.

Arnarlax teymið samanstendur nú af rúmlega 180 manns á öllum stigum virðiskeðjunnar. Við erum með starfsemi í 5 mismunandi sveitarfélögum með starfsstöðvar á Bíldudal, Patreksfirði og Reykjavík og með seiðaframleiðslu á Tálknafirði, Þorlákshöfn og Hallkelshólum. Arnarlax framleiddi 11.500 tonn af laxi árið 2021 og gerir ráð fyrir miklum vexti á komandi árum.

Arnarlax er jafnlaunavottað fyrirtæki. Arnarlax hvetur alla áhugasama einstaklinga til að sækja um starfið, óháð kyni.

Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi fyrir starfið. Umsóknarfrestur er til og með 1. október.

Nánari upplýsingar veita Geirlaug Jóhannsdóttir og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir, ráðgjafar hjá Hagvangi, geirlaug@hagvangur.is, hallveig@hagvangur.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veita Geirlaug Jóhannsdóttir og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir, ráðgjafar hjá Hagvangi, geirlaug@hagvangur.is, hallveig@hagvangur.is