Kerfisstjóri

Sjúkratryggingar 16. Apr 2023 Fullt starf

Sjúkratryggingar leita að nýjum liðsfélaga á Upplýsingatæknisviði. Í boði er fjölbreytt starf í góðu vinnuumhverfi. Upplýsingatæknisvið sér um rekstur tölvukerfa Sjúkratrygginga. Framundan eru skemmtileg verkefni við áframhaldandi tækniþróun innan stofnunarinnar.

Sjúkratryggingar er lykilstofnun í íslensku heilbrigðiskerfi. Við tryggjum réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu með það markmið að leiðarljósi að vernda heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.

Helstu verkefni og ábyrgð
– Rekstur miðlara
– Rekstur miðlarahugbúnaðar (gagnagrunnar, vefþjónar, eftirlitshugbúnaður)
– Uppfærslur miðlara
– Uppfærslur á hugbúnaði á miðlurum
– Vöktun viðburða í öryggiskerfi
– Rýni eldveggjareglna
– Aðgerðir vegna viðburða í SIEM kerfi
– Úrlausn ábendinga frá SOC
– Samstarf við upplýsingaöryggisstjóra um framþróun öryggismála
– Skjölun uppsetningar kerfa og innviða
– Vinna við innleiðingu ferla tengt uppbyggingu stjórnkerfis upplýsingaöryggis
– Önnur verkefni sem tengjast framþróun upplýsingakerfa

Menntunar- og hæfniskröfur
– Reynsla af rekstri tölvukerfa að minnsta kosti 3-5 ár
– Þekking og reynsla af rekstri á Windows Server stýrikerfum
– Þekking og reynsla af rekstri á Active Directory
– Þekking og reynsla af rekstri á Red Hat stýrikerfum
– Þekking og reynsla af rekstri á MS SQL gagnagrunnum kostur
– Þekking og reynsla af rekstri á Oracle gagnagrunnum kostur
– Þekking og reynsla af rekstri á vefþjóna nginx, Apache og/eða IIS
– Reynsla af notkun vaktkerfa eins og Site24/7 eða sambærilegt
– Reynsla af notkun beiðnakerfa eins og Jira Service Management
– Þekking og reynsla af uppbyggingu netkerfa, eldveggja og útfærslu aðgangslista kostur
– Þekking og reynsla af rekstri skýjahýsinga Azure og/eða AWS
– Góð færni í íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
– Frumkvæði, vandvirkni og hæfni til að starfa sjálfstætt og í teymi
– Góð samskiptahæfni, þjónustulund og jákvætt viðmót

Fríðindi í starfi
– Fjarvinna allt að 2 daga í viku (í samráði við yfirmann)
– Sveigjanlegur vinnutími
– Full stytting vinnuvikunnar til boða meðlimum stéttarfélaga sem um það hafa samið
– Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og sérstakt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Sótt er um starfið á Starfatorgi ríkisins á www.starfatorg.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar niðurstaða um ráðningu liggur fyrir. Ráðning tekur mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Umsókn gildir í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. Upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar sjukra.is.