Kerfisstjóri

TRS 30. Jun 2022 Fullt starf

TRS óskar eftir að ráða kerfisstjóra á starfsstöð fyrirtækisins í Kópavogi eða á Selfossi.
Um er að ræða áhugvert starf og gott tækifæri í boði.

Starfssvið
– Rekstur og áframhaldandi uppbygging á hýsingarumhverfi TRS
– Almenn kerfisstjórn ásamt vinnu við fyrirbyggjandi viðhald og bilanagreiningar
– Rekstur á Microsoft 365 skýjageirum
– Þátttaka í vöruþróun

Menntunar- og hæfniskröfur
– Öguð og sjálfstæð vinnubrögð
– Reynsla af kerfisrekstri
– Þekking á Microsoft Windows server
– Reynsla af notkun Powershell er kostur
– Tæknilegar vottanir og/eða önnur menntun sem nýtist í starfi

TRS er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni , fjarskiptum og rafmagni. Fjöldi starfsmanna TRS hefur vaxið ár frá ári og eru nú 42 starfsmenn að störfum hjá fyrirtækinu á tveimur starfsstöðvum á Selfossi og í Kópavogi. Síðastliðinn tíu ár hefur TRS hlotið útnefningu sem Framúrskarandi fyrirtæki hjá Credit Info, en einungis fyrirtæki sem skara fram úr í sínum rekstri hljóta þennan heiður, eða um 2% íslenskra fyrirtækja. Árið 2014 hlaut TRS vottun að upplýsingaöryggisstjórnkerfi fyrirtækisins samræmist alþjóðlega ISO/IEC 27001:2013 upplýsingaöryggis- staðalinum og hefur sú vottun verið staðfest árlega eftir það. Hjá TRS er rekin metnaðarfull endurmenntunarstefna starfsfólks með það að leiðarljósi að starfsfólki líði vel í starfi og viðskiptavinir okkar fái framúrskarandi þjónustu. Hjá TRS er öflugt starfsmannafélag og góður liðsandi.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 11. júlí. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað.