Kerfisstjóri

Nova 20. May 2022 Fullt starf

Vilt þú dansa með okkur?

Við leitum að leiðtoga til að leiða vegferð úrbóta og rekstrar kerfismála bæði gagnvart fjarskiptarekstri og hugbúnaðarþróun hjá Nova. Viðkomandi mun starfa sem sérfræðingur í kerfisstjórn og leiðtogi kerfisstjórnar- og útstöðvateymis Nova.

Ábyrgðarsvið:

  • Uppsetning, rekstur og viðhald á kerfis- og skýjainnviðum Nova
  • Vöktun á heilsu hugbúnaðarkerfa Nova og sinna viðbragði við atvikum
  • Umsjón með innri útstöðvaþjónustu
  • Þátttaka í teymisvinnu gagnvart tæknilegum arkítektúr, öryggishönnun og áhættumati

Nova er skemmtilegur og sveigjanlegur vinnustaður þar sem mikið er lagt upp úr góðum starfsanda og sjálfstæðum vinnubrögðum. Við leggjum gríðarlega áherslu á sterka liðsheild! Svo ef þú ert hress og lífsglöð manneskja sem vilt umgangast glás af lífsglöðu hæfileikafólki, vaxa og dafna í spennandi umhverfi, vinna fjölbreytt starf og hafa nóg að gera, þá viljum við endilega fá þig í hópinn!


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 1. júní nk.

Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsjón með starfinu hafa Jensína K. Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og Garðar Óli Ágústsson (gardar@vinnvinn.is).