Kerfisstjóri

Já/Gallup 15. Apr 2021 Fullt starf

Við leitum að reynslumiklum kerfisstjóra til starfa á Tæknisviði Já/Gallup. Við leitum að einstakling með brennandi áhuga á að kynna sér nýja tækni jafnt og að kynnast og viðhalda eldri lausnum. Viðkomandi þarf að hafa ríka þjónustulund, öryggisvitund og færni til að greina og finna lausnir.

Helstu verkefni:

• Rekstur og eftirlit með netþjónum, skýjalausnum og afritunartöku.

• Rekstur og eftirlit með netbúnaði og IP samböndum.

• Rekstur og eftirlit með IP símkerfum.

• Notendaþjónusta.

• Uppsetningar og viðhald á vinnustöðvum, fjartækjum og öðrum búnaði.

• Yfirferð á öryggismálum í upplýsingakerfum.

• Samstarf við þróunarteymi Já/Gallup og hýsingaraðila.

Hæfniskröfur:

• Haldbær reynsla af kerfistjórnun og rekstri skilyrði.

• Þekking á helstu öryggisógnum upplýsingakerfa og viðeigandi fyrirbyggjandi aðferðum.

• Rík þjónustulund, lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að miðla þekkingu.

• Geta til að vinna sjálfstætt og undir álagi.

• Nám í tölvunarfræði, kerfisfræði eða nám/reynsla sem nýtist í starfi.

Það sem við getum boðið er:

• Öll þau tæki og tól sem þú þarft til vinnu.

• Fyrirmyndar vinnuaðstöðu og mötuneyti.

• Samkeppnishæf laun.

• Ótakmarkað magn af kaffi.

Já er upplýsingafyrirtæki sem auðveldar viðskipti og samskipti. Já sér um rekstur margra tæknilausna og er vefurinn Já.is ein slík lausn. Okkar áhersla á stafræna þróun þýðir að vöruframboðið okkar tekur stöðugum breytingum. Hjá Gallup starfar öflugur hópur einstaklinga sem býr yfir áratuga reynslu og þekkingu á sviði rannsókna.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristinn Vignisson, sviðsstjóri tæknisviðs, kristinn@ja.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir sendast á kristinn@ja.is