Kerfisstjóri

Auðkenni 8. Jun 2020 Fullt starf

Auðkenni leitar að kerfisstjóra sem hefur góða þekkingu á rekstri kerfa og býr yfir frumkvæði til að finna nýjar lausnir og leiðir. Viðkomandi tekur þátt í rekstrarteymi Auðkennis og aðstoðar við innleiðingar nýrra kerfa. Kerfi Auðkennis eru mörg og keyra á mismunandi stýrikerfum og gagnagrunnum. Undirliggjandi vélbúnaður keyrir VMware og keyra flest kerfi í tveimur vélarsölum. Stýrikerfi sem eru í rekstri eru Linux (Debian), Windows netþjónar og HSM frá Safenet/Thales Group.

Verkefni tengjast m.a. eftirfarandi kerfum:

  • Mobile skilríkjakerfi með um 230.000 notendum
  • CA Pki kerfi (skilríkjakerfi)
  • Rekstur rafrænna skilríkja á símum
  • Skráningarkerfi notað af yfir 700 fulltrúum
  • Eftirlitskerfi
  • Ýmsir vefþjónar og vefþjónustur
  • Rekstur rafrænna skilríkja á símum

Nánari upplýsingar um starfið og hæfniskröfur má finna á www.hagvangur.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir óskast fylltar út á vefsíðu Hagvangs.