Kerfisstjóri

Íslandsbanki 31. May 2020 Fullt starf

Kerfisrekstur Íslandsbanka sér um rekstur innviða- og viðskiptakerfa bankans. Í einingunni starfa 20 starfsmenn, samhentur hópur sem leggur metnað í framúrskarandi rekstur tölvukerfa.

Leitað er að hæfileikaríkum kerfisstjóra með mikla þekkingu og reynslu í rekstri Windows netþjóna, með þekkingu og skilning á á netkerfum, gagnagrunnum, skilríkjaumsýslu og hefur brennandi áhuga á sjálfvirknivæðingu kerfisrekstrar. Þekking á Active Directory, ADFS, Microsoft skýjaþjónustum og hagnýtingu þeirra er með áherslu á öryggi, skalanleika, og rekstrarsamfellu er skilyrði.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Rekstur Windows netþjóna og viðskiptakerfa
  • Rekstur og framþróun sjálfvirknivæðingar
  • Samstarf við tækniarkitekta Íslandsbanka
  • Samskipti við þjónustuaðila og eftirlitsaðila

Hæfni og eiginleikar:

  • Háskólamenntun í tölvunarfræði/verkfræði eða sérfræðimenntun sem nýtist í starfi
  • Góð þekking á rekstri Windows netþjóna
  • Góð þekking á AD, ADFS, O365 lausnum og Azure innviðum
  • Þekking á IaC hugmyndafærði og verkfærum hennar
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt eða í þverfaglegum teymum
  • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum, hæfni til að miðla þekkingu

Nánari upplýsingar veitir Konráð Hall, forstöðumaður Kerfisrekstrar, netfang: konrad.hall@islandsbanki.is , sími: 844-4395.

Hjá Íslandsbanka starfa um 800 manns með ástríðu fyrir árangri. Við vinnum saman að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Starfsfólk Íslandsbanka leggur sig alltaf fram við að veita bestu bankaþjónustuna. Íslandsbanki hefur staðist jafnlaunavottun og hlotið Jafnlaunamerki Velferðaráðuneytis


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir óskast fylltar út á islandsbanki.is og sendar inn ásamt ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 8. júní 2020.