Kerfisstjóri

Norðurál á Grundartanga 10. Jan 2020 Fullt starf

Norðurál á Grundartanga leitar að öflugum kerfisstjóra system administrator MCSA, MCSE í upplýsingatæknideild fyrirtækisins. Verkefnin eru áhugaverð og krefjandi í lifandi og góðu starfsumhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi. Við leggjum áherslu á jöfn tækifæri, góðan starfsanda og samstarf ásamt ríkri öryggis- og umhverfisvitund.

Helstu verkefni:

 • Tryggja rekstur miðlægra kerfa og búnaðar.
 • Uppsetning og rekstur netþjóna og sýndarþjóna.
 • Rekstur VMware umhverfis Simplivity.
 • Rekstur SQL netþjóna og gagnagrunna.
 • Miðlæg dreifing hugbúnaðar.
 • Rekstur Jira beiðnakerfis ogSharePoint.
 • Ráðgjöf og stuðningur við allar deildir Norðuráls.
 • Önnur verkefni í samræmi við þarfir fyrirtækisins hverju sinni.

Menntun og hæfniskröfur:

 • Menntun í kerfisfræði eða sambærilegt nám.
 • Þekking og reynsla af rekstri Microsoft netþjóna og kerfa.
 • Þekking á rekstri tölvukerfis WMware.
 • Active Directory.
 • Skype for Business.
 • SharePoint.
 • Jira beiðnakerfi.
 • Góð þekking og reynsla af kerfisrekstri.
 • Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi.

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veitir Elín Rós Sveinsdóttir, deildarstjóri starfsmannaþjónustu, í síma 430-1000. Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2020. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Sótt er um á www.nordural.is.

Norðurál á Grundartanga er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa um 600 manns með fjölbreytta menntun og bakgrunn.

Norðurál vill stuðla að jöfnu hlutfalli karla og kvenna innan fyrirtækisins og jöfnum tækifærum til starfsþróunar. Norðurál er jafnlaunavottað fyrirtæki og handhafi gullmerkis PWC.