Kerfisstjóri

Hafnarfjarðarbær 18. Nov 2016 Fullt starf

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða öflugan kerfisstjóra til starfa. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst.

Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem sjálfstæði og skipulagshæfileikar fá að njóta sín. Starfið felur m.a. í sér umsjón með netþjónum ásamt rekstri víðnets og þjónustu við notendur kerfa.

Tölvudeild Hafnarfjarðarbæjar fer með stjórnun og stefnumótun í tölvumálum bæjarins og stofnana hans, ásamst samhæfingu og eftirliti. Tölvudeild sér um rekstur tölvukerfa og að meðhöndlun tölvugagna samræmist þörfum bæjarins og kröfu um öryggi.

Helstu verkefni eru:
– Almennur rekstur á tölvukerfum og netkerfum
– Uppsetning á tölvu-, net- og hugbúnaði
– Þjónusta og samskipti við notendur
– Þátttaka í tilfallandi verkefnum

Menntunar- og hæfniskröfur:
– Háskólanám sem nýtist í starfi æskilegt
– Microsoft gráður eða sambærileg menntun
– Viðamikil reynsla af rekstri stórra tölvukerfa
– Reynsla af uppsetningu og rekstri netþjóna, beina, eldveggja, útstöðva og tengdra tækja
– Þekking og reynsla af Active Directory, stýrikerfum og öðrum sérhæfðum búnaði
– Þekking á netkerfum
– Góð færni til að greina og finna lausnir
– Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
– Geta til að vinna sjálfstætt og undir álagi

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Barði Jóhannsson, deildarstjóri tölvudeildar.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir sendist í gegnum vefsíðu Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is undir Laus störf