Junior Data Scientist

Marel 9. Jan 2018 Fullt starf

Starfið felst í því að fá innsýn inn í virkni véla og kerfa Marel með því að safna og greina gögn sem þúsundir tækja Marel víðsvegar um heiminn senda frá sér. Marel er að stíga sín fyrstu skref á þessu sviði og erum við að leita að kraftmiklum sérfræðingi sem hefur metnað fyrir því að taka þátt í þeirri uppbyggingu. Við leitum að sérfræðingi sem hefur brennandi áhuga á gagnavísindum. Einstaklingurinn þarf að hafa metnað fyrir því að öðlast reynslu í framsæknu tæknifyrirtæki sem stefnir að því að styrkja leiðandi stöðu sína á alþjóðamarkaði með gagnadrifnum lausnum. Ef hæfniskröfurnar að neðan passa við þig hvetjum við þig til þess að sækja um.

Starfssvið

 • Gerð spálíkana og umsjón með þróunarferli þeirra (vöktun, endurþjálfun og endurbætur)
 • Gagnahreinsun og gagnaundirbúning
 • Leit að nýjum tækifærum í hagnýtingu gagna
 • Greiningu á skipulögðum og óskipulögðum gögnum
 • Leit að fylgni í gagnasettum
 • Vörpun á niðurstöðum gagnagreininga yfir í framkvæmanlegar aðgerðir
 • Þróun tilrauna sem eru framkvæmdar í samvinnu við viðskiptavini

Hæfniskröfur

 • Háskólagráða á sviði tölfræði, tölvunarfræði, verkfræði, hagrannsókna, gervigreindar, hagnýtrar stærfræði eða álíka gráður
 • Reynsla á sviði gagnavísinda, ýmist í námi eða starfi
 • Góð enskukunnátta, í töluðu jafnt sem rituðu máli
 • Mikil þekking á SQL og SQL vefþjónum
 • Mikil þekking á R og Python forritunarmálunum
 • Þekking á C# er kostur
 • Þekking á Microsoft Azure er kostur (Azure Machine learning, Stream Analytics, Azure functions)
 • Þekking á PowerBI eða álíka tólum
 • IoT þekking er kostur
 • Geta til að vinna í þverfaglegum og alþjóðlegum teymum
 • Áhugi á því að vinna á sviði véla- og stýritækni

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Marinó Páll Valdimarsson, Team Coordinator IoT & Deep Learning, Innovation, marino.valdimarsson@marel.com eða í síma 563-8000. Umsóknarfrestur er til 22. Janúar 2018.