Innviðaforritari (e. infrastructure engineer)

Hagstofa Íslands 4. Sep 2019 Fullt starf

Starfið felst í sjálfvirknivæðingu kerfisstjórnunar hjá Hagstofu Íslands. Starfsmaðurinn mun sinna sjálfvirkri kerfisstjórnun með samþættingu ýmissa kerfa með notkun og forritun viðbóta við samskipanastjórnunarkerfi (e. configuration management) stofnunarinnar. Starfsmaðurinn vinnur í kerfisstjórnarteymi Hagstofunnar.

HÆFNISKRÖFUR

  • Þekking á tæknilegri högun upplýsingakerfa, þ.m.t. sýndarumhverfa fyrir tölvurekstur

  • Þekking og reynsla af notkun ýmissa forritunartungumála, þ.m.t. Python

  • Reynsla og þekking á almennt viðurkenndum venjum í hugbúnaðarþróun

  • Vilji til að læra á nýjar lausnir og aðferðir og kynna sér í dýpt eldri lausnir

  • Þekking og reynsla af vöktunarkerfum og samskipanastjórnunartólum (e. configuration management tools) er æskileg

  • Þekking á helstu upplýsingaöryggisógnum og fyrirbyggjandi aðgerðum er æskileg

  • Þekking og reynsla af mikilvægum stoðkerfum tölvureksturs er æskileg

  • Þekking og reynsla af rekstri netþjóna er kostur

  • Háskólapróf í tölvunarfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi er kostur

  • Hreint sakavottorð

Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 16.09.2019 og skulu umsóknir berast til: Starfsumsókn, Borgartúni 21a, 150 Reykjavík eða rafrænt á netfangið starfsumsokn@hagstofa.is.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknafrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Þórðarson í síma 5281000.